Um okkur

Láttu okkur standa í skipulagsmálum!
Við tryggjum öryggi en við hjá Bjarmalandi höfum 30 ára reynslu í leiðsögn og alþjóðlegri ferðastarfsemi. Markmið okkar eru almenn samskipti og að fólk kynnist framandi þjóðum og menningarheimum, auk ævintýra og skemmtunar í nýjum félagsskap.
Margir áfangastaða okkar eru einstakir í sinni röð.
  • Áfangastaðir okkar

    Eystrasaltsríkin, Rúmenía, Rússland, Georgía, Azerbaídsjan, Úzbekistan, Kyrgistan, Túrkmenistan, Íran, Indland, Viet Nam ofl.
  • Einstök reynsla

    Við erum frumkvöðlar á mörgun áfangastöðum. Fyrsta ferð okkar til Rússlands var árið 2000. Síðan þá hefur reynsla okkar og þekking aukist til muna.
  • Misjöfn lengd ferða

    Allt frá „langri helgi“ í borg til tveggja vikna ævintýraferða í „exótík" SA-Asíu. Útskriftarferð á sólarstrendur ofl. Borgir sem við höfum góða reynslu af: Dublin, Prag, Búdapest, Moskva, Pétursborg, Ríga.
Við bjóðum
  • 1
    Skipulagðar hópferðir - mjög mikilvægt er að við höfum öll opinber leyfi og reynda samstarfsmenn víða um heim
    Þið getið slegist í hópinn og kynnst nýju fólki í ferðum okkar. Öryggi í fyrirrúmi
    (engin hætta á að enginn komi að taka á móti ykkur á flugvellinum!)
  • 2
    Ferðir tilbúinna hópa, t.d. árshátíðaferðir f. vinnustaði, vinahópa oþh.
    Við skipuleggjum sérpantaðar ferðir fyrir lokaða hópa, tökum tillit til sérþarfa og óska
  • 3
    Útskriftarferðir
    Við skipuleggjum ferðir fyrir útskriftarhópa (nýstúdenta og eldri útskriftir)
  • 4
    Hægt er að panta sérferðir
    Séu uppi hugmyndir um ferð, er hægt að hafa samband.

Ferðir okkar

Mikið úrval áfangastaða og menningarheima

Ævintýri í Kákasusfjöllum - Georgía og Azerbædsjan

19. - 29. ágúst 2024


498 000 kr. í tvíbýli

558 000 kr. einbýli

„Silkileiðin mikla" Úzbekistan og Túrkmenistan í Mið-Asíu

14. - 26. sept. 2024


497 400 kr. í tvíbýli

542 200 kr. einbýli

„1001 nótt" í Íran, hin forna saga og menning Persaveldis

5. - 19. okt. 2024


548 000 kr. í tvíbýli

620 000 kr. einbýli

Hið ópekkta Indókína - Víetnam og Kambódía

9. - 24. nóv. 2024


768 000 kr. í tvíbýli
888 000 kr. einbýli

Laos og Myanmar

10. - 24. jan. 2025


728 000 kr. í tvíbýli
848 000 kr. einbýli

Indland í febrúar

3. - 17. feb. 2025


588 000 kr. í tvíbýli
695 000 kr. einbýli

Ríga, höfuðborg Lettlands - aðventa við Eystrasalt

desember 2024

Ævintýraljómi Transilvaníu, Rúmenía

2025

Leiðsögumaður: Haukur Hauksson

Haukur er blaðamaður að mennt, auk þess að vera framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu. Hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands í MK. Haukur er reyndur og flestum hnútum kunnugur, er fréttaritari í Rússlandi, Arabaheiminum og víðar (var fréttaritari rúv í Sovétríkjunum (sálugu)). Hann er magister í alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, MGU og málfræðistúdent í slavneskum fræðum frá Oslóarháskóla; talar mörg tungumál.

Hann hefur víðtæka þekkingu á aðdráttarafli hinna merku landa og er gjörkunnugur merkum stöðum og sögu borganna; hann gerir ferðina áhugaverða fyrir fólk af hvaða bakgrunni sem er.

Þið getið spurt Hauk hvaða spurninga sem er í ferðinni; teymi okkar mun gera allt til að gera ferðina ánægjulega.
Hvers vegna við?
Við vinnum hörðum höndum að því að
gera ferðir okkar betri.
  • Gæði og metnaður
    Fyrirtæki okkar var stofnað árið 2001 og hefur leyfi Ferðamála- og samgönguráðuneytis Íslands fyrir allri ferðaþjónustu (kt. frá febrúar 2001 og leyfi frá mars 2001).
  • Þjónusta
    Ferðagögn eru send með tölvupósti, þar á meðal dagskrá, vandaðir minnispunktar og flugmiðar (svokallaðir e-tickets, electronic tickets). Farþegar okkar geta alltaf verið í samandi 24/7.
  • Viðskiptavinir
    Við höfum öðlast mikila reynslu af því að vinna með ýmsum viðskiptavinum – allt frá háttsettum embættismönnum og farsælum kaupsýslumönnum til stórra og lítilla fyrirtækja og einstakra hópa.
  • Öryggi og traust
    Við vinnum með traustum félögum víða um heim, þannig að ferðir okkar standast og engin hætt að lenda á svindlurum.

Viltu vita meira?

Skrifaðu okkur og við svörum um hæl!

Leyfi Ferðamálastofu,

framlengt árið 2006


Bjarmaland ferðaskrifstofa

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

(póstfagn: Hrauntunga, 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

Made on
Tilda