Sigling
milli Pétursborgar og Moskvu,
helstu borga Rússlands í M/S (Motor Ship)
„Nikolai Chernyshevsky“ 4+*,
komið við á merkum stöðum á vatnaleiðinni

5 - 15. júní 2024

Hópferð með íslenskri leiðsögn og fararstjórn, farið verður með hinu rómaða M/S „Nikolai Chernyshevsky“ 4+* þægilegu glæsiskipi með heimsókn til tveggja höfuðborga Rússlands - Pétursborgar og Moskvu, merkir staðir heimsóttir og mikið að sjá.

Lögð er áhersla á sögu og menningu, líflegar minningar og hughrif verða lengi í minnum höfð!
11 dagar
þar með í gæðaskipi á vatnaleiðinni milli Pétursborgar og Moskvu.
7 borgir
Sigling byrjar í Moskvu, með stoppum í Uglich, Goritsy, Kizhi eyju, Mandrogi og Valaam, að lokum verða hinni einstöku Pétursborg gerð góð skil.
Verð um 500 000 kr. á mann í tvíbýli
Allur pakkinn innilafinn.
Dagsetning ferðar: 5 - 15. júní 2024
Fyrst skoðum við Pétursborg sem stundum er kölluð Feneyjar Norðursins, þaðan er síðan siglt til Lodejnoe Pole sem er þekkt fyrir skipasmíði áður fyrr, síðan er stoppað í Svirstroi, þar sem sveitasælu er notið. Við siglum eftir Volgu - Eystrasalts skipaskurðinn og stoppað er í borginni Jaroslavl. Þá er komið við í Uglich, miðaldabæ tengdum sögu Rússlands og Ívani Grimma, Þaðan liggur leiðin til hinnar einsöku Moskvuborgar sem þróast með miklum hraða og er mjög nútímaleg.
Hvers vegna þessi ferð ?
Sigling í fljótandi lúxushóteli er frábær leið til að heimsækja fjölda staða á stuttum tíma og slaka á jafnframt. Í þessari ferð er hægt að kynnast Rússlandi vel, auk þess sem ríkuleg menningardagskrá er um borð í skipinu.
Öryggi og löggæsla er með besta móti.
VELJIÐ HIÐ DULARFULLA RÚSSLAND SEM NÆSTA ÁFANGASTAÐ
Kynnist stærsta landi veraldar Rússlandi á vatnaleiðinni, m.a. á hinni miklu Móður Volgu. Einstök menning og mangþrungin saga. Fararstjórar okkar eru sérfróðir um landið, sögu og menningu Rússaveldis verða gerð góð skil.
EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL
AÐ KYNNAST RÚSSLANDI
Hin forna heimsborg Moskva og stórkostlega Sankti Pétursborg. Heimsþekkt meistaraverk í arkitektúr, hefðbundin rússnesk þorp með dæmigerðum tréhúsum, fjölmörgum handverkssýningum og friðsælu landslagi. Rússland er ótrúlega fjölbreytt í náttúru, menningu og arkitektúr; þar búa um 200 þjóðir og þjóðarbrot.
SKOÐIÐ RÚSSLAND Á VATNALEIÐINNI!
Fjölmargir töfrandi staðir heimsóttir við hinar bestu aðstæður í góðum félagsskap samferðamanna. Þjónusta á hæsta stigi.
ÞÆGINDI OG MUNAÐUR
Sigling á „Nikolai Chernyshevsky“ er ógleymanlegt frí með öllu inniföldu. Ekki þarf að hafa áhyggjur af neinu — allt sem þú þarft bíður þín um borð og á stoppistöðum á leiðinni.

„Nikolai Chernyshevsky“ er virkilega þægilegt 4+* hótel á vatni!

Skoða dagskrá ferðar

Upplýsingar um siglinguna
 • Vaknið við þægindi í farþegarými, útsýnið frá káetu myndar stemningu fyrir daginn. Fyrir morgunmat er hægt að hita upp í morgunleikfimi með þjálfara.
 • Í morgunmat er mikið úrval af mismunandi réttum, frumlegum eftirréttum og fersku sætabrauði, árstíðabundnu grænmeti og ávöxtum, ostum og kræsingum, ilmandi kaffi eða te og ferskum safa.
 • Eftir morgunmat eru heimsóttir áhugaverðir staðir í skoðunarferðurm.
 • Eftir skoðunarferðir og gönguför í fersku lofti snúum við aftur til skips þar sem við fáum okkur dýrindis þriggja rétta málsverð — snarl, súpu og heitt. Hægt er að velja úr nokkrum kostum. Og síðast en ekki síst, allir finna eitthvað við sitt hæfi - kjötætur, grænmetisætur og fólk með sérfæði. Matseðillinn sýnir kaloríuinnihald allra rétta.
 • Slakið á í rólegheitum, Eftir hádegismat er kominn tími til að hvílast eða hressa sig. Farið í göngutúr á þilfarinu eða í sólbað á sólpallinum.
 • Notið tímann um borð, skoðunarferðir eru yfirleitt eftir hádegismat og fram á kvöld. Gott tækifæri gefst til að hlusta á lifandi tónlist og skemmtilega fyrirlestra, eða sækja fróðleg námskeið.
 • Kannið matargerð mismunandi héraða Rússlands! Á kvöldin er gaman að borða kvöldmat á veitingastað um borð og spjalla við samferðamenn; ræða það sem skoðað var um daginn, deila áætlunum og hlusta á ferðasögur.
 • Tónleikar, fjör, diskótek eru haldin á skipinu á hverju kvöldi. Ferðamenn sötra rólega kokteila á barnum við lifandi tónlist. Aðdáendur "endurmeðferðar" safnast saman á göngusvæðinu meðfram þilfarinu til að sjá hvernig sólin bregður á allt litbrigðum af bleiku, gullnu og fjólubláu. Sólsetur á siglingu er ógleymanlegt og hver dagur er einstakur.
Um skipið
Verð
Verð er um 500 000 ISK
á mann í tvíbýli. Ekki mikið fyrir allan pakkann!
Innifalið flug með Icelandair KEF–HEL–KEF og flugvallaskattar; rútuferð Helsinki – Pétursborg; gisting í tveggja manna herbergjum / klefum með baði og morgunverði; allar skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu; sigling með fljótaskipi frá Pétursborg til Moskvu; ferð frá Moskvu til Helsinki; fullt fæði í skipi; skemmtiatriði í skipi; aðgangseyrir að öllum söfnum sem nefnd eru í ferðalýsingu; staðarleiðsögumenn; íslensk fararstjórn. Takmarkaður sætafjöldi.
Rétt er að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þjórfjár og smáaura til áhafnar skipsins, leiðsögumanna á hverjum stað og bílstjóra.
Ekki eru innifaldar aðrar máltíðir en þær sem áður eru nefndar, þ.e. um borð í skipinu, en þar er fullt fæði (FB, full board).
Sérstaklega þarf að borga aukaskoðunarferðir á vegum skipafélagsins „optional excursions”.
Við mælum með að hafa á sér reiðufé (RUB, EUR eða USD).
í Rússlandi er venja að veita þjórfé á veitinga- og kaffihúsum, um 10% af reikningsupphæð.
Hvers vegna við?
Við vinnum hörðum höndum að því að gera ferðir okkar betri.
 • Gæði og metnaður
  Fyrirtækið okkar var stofnað árið 2001 og hefur leyfi frá Ferðamála- og samgönguráðuneyti Íslands til að stunda alla ferðaþjónustu, innan lands og utan.
 • Einstök reynsla
  Við erum frumkvöðlar á þessu sviði. Fyrsta ferð okkar til Rússlands var árið 2000. Síðan þá hefur reynsla okkar og þekking aukist til muna.
 • Viðskiptavinir
  Við höfum öðlast mikila reynslu af því að vinna með ýmsum viðskiptavinum – allt frá háttsettum embættismönnum og farsælum kaupsýslumönnum til stórra og lítilla fyrirtækja og einstakra hópa.
 • Reynsla
  Árið 2018, á HM í knattspyrnu, skipulögðum við ferð fyrir stóra hópa okkar til Moskvu, Volgograd og Rostov-á-Don.
 • Aðrir áfangastaðir okkar
  Meðal annarra áfangastaða okkar eru Georgía og Aserbaídsjan, Úzbekistan, Kyrgistan og Túrkmenistan, Eystrasaltsríkin, Indland, Viet Nam ofl.
Leiðsögumaður: Haukur Hauksson
Haukur er blaðamaður að mennt, auk þess að vera framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu. Haukur Hauksson sem er flestum hnútum kunnugur, var fréttaritari í Sovétríkjunum (sálugu) og Rússlandi, hann er magister í alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, MGU og málfræðistúdent í slavneskum fræðum frá Oslóarháskóla.

Hann hefur víðtæka þekkingu á aðdráttarafli hins dulúðuga Rússlands, og er gjörkunnugur merkum stöðum og sögu borganna; hann gerir ferðina áhugaverða fyrir mann með hvaða bakgrunn sem er.

Þú getur spurt Hauk hvaða spurninga sem er í ferðinni. Lið okkar mun gera allt sem unnt er til að gera ferðina ánægjulega.
Viltu vita meira?
Skrifaðu okkur og við sendum þér nákvæma ferðaáætlun

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

Hrauntunga, 111, IS-200 Kópavogur, Iceland

Made on
Tilda