Indland

Dags. 3. - 17. feb. 2025

15 dagar

Hið forna Indland upplifað, mismunandi menningarheimar á fögru svæði sem á sér mikla sögu

1 500 km

Farið er víða um á
merkum slóðum. Indland er ólíkt og margbreytilegt, eins og heil heimsálfa

Mismunandi áfangastaðir

Delhi - Agra - Jaipur, "Gullni þríhyrningurinn" og strendur Góa, S-Indlandi

588 000 kr. í tvíbýli
695 000 kr. einbýli

Allur pakkinn innilafinn

Um ferðina

Að koma til Indlands í fyrsta skipti er eins og að verða ástfangin í fyrsta skipti - það gleymist aldrei. Indland – landið þar sem kýrin er heilagt dýr. Ríkið sem fljótlega verður fjölmennasta land heims, er eins og heil heimsálfa með öll sín þjóðarbrot, tungumál og trúarbrögð. Hér skiptast á fátækt og ríkidæmi, austræn og bresk áhrif, hindúismi og múslímatrú. Við byrjum ferðina á „Gullna þríhyrningnum" - dyrunum að hinu ævintýralega og dularfulla Indlandi, einu elsta menningarríki heims. Litadýrð, gestrisni og hlýtt viðmót Indverja er nokkuð sem lætur engan ósnortin en heimspeki og lífsviðhorf þeirra er í mikilli andstöðu við streitta Vesturlandabúa. Við kynnumst höfuðborginni Delhi - gamla og nýja hlutanum, bleiku hallarborginni Jaipur og Agra, þar sem sjálft „hof ástarinnar" Taj Mahal bíður okkar í allri sinni dýrð. Í lok ferðar eru skoðunarferðir í bland við afslöppun og hvíld við eina af bestu baðströndum heims í suðurhluta Indlands - Góa. Slíkt verður gott þegar að Vetur konungur herjar á Ísland. Mikil gestrisni einkennir heimamenn og öryggi er með besta móti.

Dagur 1, Keflavík – Nýja Delhi


Flug frá Leifsstöð Keflavíkurflugvelli, mæting þar a.m.k. tveimur og hálfri klst. fyrir brottför (að öllum líkindum millilent í London) síðan áleiðis til Nýju Delhi höfuðborgar Indlands. Lending þar er næsta dag að morgni að staðartíma sem er UTC + 5,5 h ("íslenskur tími" + 5,5 klst.).

Dagur 2, Nýja Delhi


Lent við Delhi að morgni að staðartíma. Móttaka á Indiru Gandhi alþjóðaflugvellinum við Delhi, Haukur Hauksson og innlendur enskumælandi fararstjóri taka á móti hóp við útgönguhlið úr tolli með spjald merkt Bjarmaland, haldið á hótel og síðan er helstu kennileitum borgarinnar kynnst. Borgin hefur verið byggð frá 6. öld f. Kr. og er önnur fjölmennasta borg landsins með um 20 milljónir íbúa. Matur á veitingastað í indversku höfuðborginni og hvíld á hóteli.

Dagur 3, Nýja Delhi


Eftir morgunverð, skoðunarferð um gömlu Delhi, múslímska hlutann. Jama Masjid stærsta moska Indlands sem byggð var 1644-1658, undir stjórn Shah Jahans fursta. Ekið framhjá Rauða virkinu við árbakka Yamuna ár, einnig byggt af þessum höfðingja mógúla á sama tímabili. Nýja Delhi, borgarhlutinn sem 1911 var skipaður höfuðborg Bretaveldis á Indlandi. Mikil upplifun er hjólreiðaferð í „rikshu“ („Rickshaw“ – stórt þríhjól þar sem ökumaður hjólar), síðan sameiginlegur matur á veitingastað. Qutab Minar súlan frá 12. öld, 72 m og járnsúlan sem vel hefur staðist tímans tönn og ekki ryðgað á 1500 árum. Connaught Place í viðskiptahverfinu, Indlandsboginn, (India Gate) þar sem eilífur logi er til minningar um fallna hermenn Indlands, Rashtrapati Bhavan forsetahöllin, Lótushofið – áhugaverð blanda viktoríansks og 20. aldar arkítektúrs. Rauða virkið, Raj Ghat minnismerkið um hin merka Landsföður Indlands Mahatma Gandhi. Ef tími leyfir skoðum við Sikkahofið Gurudwara Bangla Sahib. Kvöldverður og gisting hóteli

Dagur 4, Delhi – Agra (200 km, ~ 4 klst. akstur)


Ekið til borgarinnar Agra í Uttar Pradesh sýslu, sem er þekkt sem borg ástarinnar og er á heimsminjaskrá UNESCO. Hádegisverður á veitingastað. Hið einstaka hof eilífrar ástar Taj Mahal skoðað, hvítt marmarahof risastórt byggt 1632, talið ein gersema byggingar­listar veraldarinnar (lokað föstudaga). Mógúllinn Shah Jahan lét byggja það til minningar um persneska eiginkonu sína, Mumtaz en það tók 20 þúsund handverksmenn 22 ár. Efniviðurinn var fluttur frá gervöllu Indlandi og byggingarmenn voru frá bæði Asíu og Evrópulöndum. Sameiginlegur matur á veitingastað og gist í Agra á hóteli.

Dagur 5, Agra


Fyrst er minnst á Agra borg í handritinu Mahābhārata, þar sem hún er kölluð Agrevaṇa (sem á sanskrít merkir „jaðar skógarins“). Hádegisverður á veitingastað. Agra virki sem byggt er við Yamuna á, með 20 m háum veggjum sem eru 2,5 km á lengd, í varnartilgangi eru síki umhverfis en á svæðinu bjó hefðarfólk þess tímabils. Skoðum Agra virkið þaðan sem glæsilegt útsýni er að Taj Mahal og sameigninlegur matur á veitingastað í stíl Uttar Pradesh sýslu.

Dagur 6, Agra – Jaipur (240 km, ~ 5 klst. akstur)


Morgunverður hóteli og leiðin liggur til Jaipur, höfuðborgar Rajasthani fylkis sem þekkt er fyrir byggingar úr rauðum sandsteini og er því stundum kölluð „Bleika borgin“. Ekið til hallar Jaipurveldisins á miðöldum - Amber virkis sem rís hátt yfir borginni, þar gefst kostur að fara á bak fílum, sem er hin merkilegasta lífreynsla. Síðan er skoðunarferð um borgina með menntastofnunum, fleiri merkis­byggingum og líflegum austrænum mörkuðum. Matur og Hawa Mahal „höll vindana" byggð 1799 úr rauðum sandsteini.

Dagur 7, Jaipur


Maharaja's City Palace - konungshöll sem enn er að hluta notuð sem slík af konungsfjölskyldunni af Jaipur. Einnig safn með dýrgripum og vopnum ættarinnar. Jantar Mantar Observatoría, þ.e. stjörnuskoðunarstöð, þar sem mörg tækja virka enn í dag, er á heimsminjaskrá UNESCO. Smakkað er á réttum Rajasthani héraðs og gist í hinni merku Jaipur.

Dagur 8, Jaipur – Delhi – Góa


Eftir morgunverð er útskráning af hóteli og ekið til Delhi þaðan sem síðan og flogið er til S-Indlands, nánar tiltekið til Góa. Innskráning á hótel á þessum þekkta strand-/sumaleyfisstað sem einkennist af portúgölskum áhrifum þar sem Góa tilheyrði þvi landi á nýlendutímum en Indverjar endurheimtu loks svæðið með hernaðaraðgerð 1961. Hér er skemmtileg blanda indversk-latínó (portúgalskra)-breskra menningaráhrifa en Góa var mjög vinsæll staður meðal hippa á 7. og 8. áratugunum.

Dagur 9, Góa


Morgunverður innifalin í Góa. Í dag er engin skipulögð dagskrá, menn hafa frjálsan tíma til að skynja hið einstaka andrúmsloft í Góa sem er mjög frábrugðið því sem við höfum kynnst í N – hluta Indlands. Strendurnar eru rómaðar og þjónusta eins og hún gerist best.

Dagur 10, Góa


Eftir morgunverð er skoðunarferð, innifalin, um þetta merka svæði, m.a. höfuðborgina Panjim og gamla Góa þar sem kirkjur evrópskra trúarbragða eru í bland við hindúahof og trúarbyggingar heimamanna, basilíka heilags Krists og önnur kaþólsk kirkja heilags Francis Xavier, með jarðneskum leifum hans frá 1594. Við skoðum krydd plantekrur og matur þar úti í náttúrunni, hægt að smakka á „þjóðardrykk“ svæðisins „Fení“, eða kaupa portvín sem eru arfleið Portúgala.

Dagur 11, GóaGóa er minnsta og ríkasta fylki Indlands og hér er öll þjónusta í hæsta gæðaflokki, m.a. úrval verslana. Engin skipulögð dagskrá, strand- og næturlíf sem Góa er þekkt fyrir.

Dagur 12, GóaFrjáls tími og afþreying, tilvalið að gera seinustu innkaupin í þessari Indlandsferð á litríkum mörkuðum.

Dagur 13, GóaFrjáls tími og áframhaldandi afþreying í paradísinni Góa.

Dagur 14Ferðalok, útskráning af hóteli eftir morgunverð (muna að gera upp miníbari, þvottaþjónustu, „tips“ oþh.); haldið með ljúfar minningar og góða minjagripi heim á leið, flug til Evrópu og síðan áfram til Íslands.


Dagur 15

Lending á Keflavíkurflugvelli að degi til að íslenskum tíma.
Ath! Vegabréfsáritun þarf til Indlands, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það.
 • VERÐ

  Tvíbýli: 588 000 kr.
  Einbýli: 695 000 kr.
 • INNIFALIÐ

  • Gisting með morgunmat öllum hótelum
  • Hádegis- eða kvöldverðir (HB - Half Board)
  • Flug og flugvallarskattar
  • Innanlandsflug á Indlandi + skattar
  • Loftkæld rúta
  • Aðgangur að tilgreindum söfnum
  • Hjólreiðatúr í Delhi
  • Farið á bak á fílum í Jaipur
  • Hestvangi ekið í Agra
  • Drykkjarvatn í rútum
  • Íslenskur fararstjóri, hópstjóri
  • Enskumælandi staðarleiðsögumaður á Indlandi.
 • EKKI INNIFALIÐ

  • Þjórfé á hótelum, einnig til leiðsögumanna og bílstjóra
  • Allur aukakostnaður á hótelum, áfengir drykkir
  • Ljósmynda- og hreyfimyndagjald þar sem þess er krafist
  • Vegabréfsáritun til Indlands (er gert á netinu).

Fyllið út til að bóka ferð

HAFA SAMBAND

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

(póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

Made on
Tilda