LAOS og MYANMAR einstök upplifun í Indokína


Sumar og sól í SA-Asíu þegar Vetur konungur ræður ríkjum á Íslandi.

Margt merkilegt að sjá, glæsileg hótel og dvalið á baðströnd í lok ferðar.

Dags. 19. nóv. - 4. des. 2025

16 dagar

Menningarheimar Laosa, Khmera og Myanma fólksins á gríðarfögru svæði sem á sér mikla sögu

2 800 km

Farið er víða um á
merkum slóðum, fljúgandi, akandi (í rútum og járnbrautarlest) og siglandi; ferðin hentar öllum

Mismunandi áfangastaðir

Luang Prabang - Vang Vieng - Vientiane - Yangon - Inle vatn - Bagan - Mandalay - strönd í lok ferðar

748 000 kr. í tvíbýli
868 000 kr. einbýli

Allur pakkinn innilafinn. Berið saman verð og gæði!

Um ferðina

Löndin í Indókína hafa að bjóða ótrúlegt úrval landslags og lita - suðrænna skóga og hrísgrjónaakra, fjallstinda og saga þeirra er merkileg og oft harmþrungin. Löndin vöru nýlendur Frakka og Breta áratugum saman og háðu blóðuga sjálfstæðisbaráttu langt fram á 20. öldina. Uppgangur er nú í efnahag landanna og stefnt er á blandað hagkerfi. Þetta er tveggja landa ferð: Laos og Myanmar, við förum m.a. í siglingu og ferðumst með járnbrautarlest, auk þess að kynnast sögu og lifnaðarháttum heimamanna sem eru þekktir fyrir mikla gestrisni. Búddatrú er viðtekin og eru þau trúarbrögð mjög friðsöm, æðruleysi og yfirvegun er eitt það mikilvægasta. Saga landanna endurspeglast í áhrifum nýlendutímans og aðdráttarafli hinar friðelskandi búddamenningar - eiginleika austrænnar speki og visku.

Dagur 1. Ferð hefst, flug frá Keflavíkurflugvelli

Flug frá Íslandi, mæting í Leifsstöð - KEF a.m.k. 2,5 klst. fyrir brottför, síðan flogið áleiðis til Laos í SA-Asíu, með millilendingu í Evrópu (nákvæmar flugupplýsingar og rafmiðar (e-tickets) verða sendir farþegum í tölvupósti).

Máltíðir: Veitingar í flugi
Gisting í flugvél

Dagur 2. Komið til Bangkok og flug til Laos

Komið til Bangkok, höfuðborgar Thailands og síðar um daginn flogið til Vientaine, höfuðborgar Laos. Sabædí! (á máli heimamanna). Velkomin til Laos – lands milljón fíla! Staðarleiðsögumaður tekur á móti okkur og farið í kvöldmat. Innskráning á hótel í miðborginni ("boutique hotel" í nýlendustíl) frjáls tími, hægt að rölta um og kynnast staðháttum í rólegu og öruggu umhverfi.

Máltíðir: Kvöldverður
Gisting: Hótel í Vientaine

Dagur 3. Vientiane borg skoðuð

Eftir góða hvíld hóteli skoðum við Vientiane, höfuðborg alþýðulýðveldisins Laos. Byggingar frá nýlendutímanum eru áberandi og glæsileg búddahof, Sem Si Saket og Ho Phra Keo eru vel þess virði að skoða. Ef tíminn leyfir heimsækjum við Patouxai, minnisvarðann, tileinkaður sigrum Lao þjóðarinnar, laosk útgáfa af Sigurboganum í París. Vientiane státar af ríkri blöndu af menningu og straumum, með franska nýlendutímanum kom evrópskur arkitektúr og síðar sovésk áhrif, þetta er í bland við stórkostleg musteri Búdda. Sisaket hofið var ósnortið eftir Innrás Síamverja (Tælendinga) árið 1828. Innveggir klaustursins eru þaktir veggskotum sem innihalda yfir 2.000 silfur-og keramik Búdda myndir, einnig merka gripi Khmer þjóðarinnar (Kambódíumenn). Við ljúkum dagsferðinni meðfram bökkum Mekong árinnar þegar sólin byrjar að setjast. Hægt að rölta meðfram ánni, stoppa til að fá þér kaldan drykk eða smakka snarl úr einum af mörgum sölubása. Um kvöldið verður laosk grillveisla haldin hópnum á kyrrlátum stað.

Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður
Gisting: Hótel í Vientiane

Dagur 4. Vientiane-Luang Prabang með hraðlest


Njótið morgunmatar á hótelinu og eyðið tíma til að kanna Vientiane áður er farið er í hraðlest í norðurátt til Luang Prabang (um tvær klukkustundir). Þetta er einn vinsælasti áfangastaður í Laos, margt merkra gripa á miklum minjagripamarkaði, hægt er að skoða borgina, fara á kaffihús / krá, njóta frítíma eða að fara upp á Phousi fjall og sjá þaðan hið rómantíska sólsetur sem er um kl. 18.

Máltíðir: Morgunverður.
Gisting: Hótel Í Luang Prabang

Dagur 5. Luang Prabang, ölmusugjöf til búddamunka, Kuang Si foss

Rísið árla úr rekkju, þá gefst kostur á verða vitni að aldagamalli athöfn „Tak Bat“, þegar munkum er gefin ölmusa. Þegar sólin byrjar að rísa upp á himinhvolfið fara langar raðir af munkum í appelsínugulum skykkjum að streyma út úr pagóðum sínum, þeir ganga berfættir um götur og taka við ölmusugjöfum bæjarbúa. Gefi menn munki matarbita fremja þeir “het bon,” góðverk sem kemur til góða í næsta lífi. Þetta ber vott um göfugt hugarfar Laosbúa. Eftir ölmusugjafir er snæddur morgunverður, síðan farið í þjóðgarðinn við glæsifossinn Kuang Si. Gengið er um frumskógalandslag að Kuang Si bjarnahjálpinni, en hún hefur bjargað fjölda bjarna undan veiðiþjófum og meðalabruggurum og þið fræðist um þá starfsemi. Síðan er gengið að sjálfum fossinum, þar sem 60 m fossflaumurinn steypist niður í fjölda túrkisgrænna hylji. Hugrakkir og stæltir geta fengið sér sundsprett! Þá verður snætt snarl í kyrrlátum lautum þjóðgarðsins. Síðan er haldið til baka til bæjarins að hvílast eða kanna aðstæður upp á eigin spýtur.

Máltíðir: Morgunverður, matur úti í náttúrunni
Gisting: Hótel í Luang Prabang

Dagur 6. Luang Prabang, menning og matseld

Í dag könnum við Luang Prabang fótgangandi (eða á hjóli) förum á markaði og í búðir, svo sem morgunmarkaðinn þar sem allt mögulegt matarkyns má fá, áhugaverð menning og framandi „exotic“. Njótið kaffisopa á Lao kaffihúsið fræga við Mekong á og hægt að skoða hrísnúðlugerð í Kaw Chi bakaríinu. Þegar líður á kvöld er tilvalið að snæða austurlenskan götumat (oriental street food) og kanna úrvalið. Að lokum er við hæfi að setjast niður á bökkum Mekong fljóts við grill kræsingar (BBQ) og njóta umhverfisins.

Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður
Gisting: Hótel í Luang Prabang

Dagur 7. Luang Prabang – Vientiane , flug til Yangon

Árdegis er frjáls tími til hvíldar eða eigin athafna. Fljótlega eftir hádegi er haldið frá Luang Prabang til Vientiane með hraðlest (ekur á 160 km/h, ferðin tekur ríflega 2 klst.). Við komu þangað er haldið beint á flugstöðina til að ná síðdegisfluginu til Yangon í Myanmar. Velkomin til Myanmar, landið hefur nýlega verið opnað ferðamönnun eftir 60 ára einangrun og fagnar því að menn komi að kynna sér einstæðar hefðir og menningu. Á flugstöðinni í Yangon tekur leiðsögumaður heimamanna og bílstjóri á móti ykkur. Haldið er til hótels í miðborg Yangon, innritast og gengið til hvílu.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Yangon

Dagur 8. Yangon – flug til Bagan, skoðunarferð

Eftir morgunverð er haldið frá Yangon til Bagan. Þar er urmull af fornum búddahofum, sumir segja 2000. Helst eru Ananda hofið, Shwezigon pagóðan, Nanpaya hofið og Thatbinnyu. Síðdegis skoðum við lakkvöruverkstæði þar sem við getum prófað eigin snilld, smíðað og tekið með okkur dýrgripi gegn vægu verði. Áður en sól hnígur til viðar höldum við á útsýnisstað og virðum fyrir okkur sólarlagið leika við musterin. Við höfum þá boðið Bagan góða nótt.

Dagur 9. Skoðunarferð um Bagan

Við byrjum skoðunarferðina með heimsókn á hinn litríka Nyaung U markað sem er ekta bændamarkaður. Næst er framandi hestakerruferð um hið forna land dæmigerðra búrma þorpa. Við höldum áfram ferðinni til Mount Popa, útdauða eldfjallið, 1518 m hátt. Það ertilbeiðslumiðstöð búrmískra “Nat" anda. Hægr er að klifra 829 tröppur til að komast að hinu virta Popa Taungkalat klaustri sem situr verulega á stórum grýttum klettum. Ævintýragjarn er verðlaunaður með yfirgripsmiklu útsýni Yfir Popa Þjóðgarðinn. Eftir hádegi er keyrt aftur til Bagan og stoppað á leiðinni á verkstæði sem býr til hefðbundinn pálmasykur, vindla og jarðhnetuolíu.  Í lok dags er með ógleymanlegt sólsetur frá bát á Irrawaddy á.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Bagan

Dagur 10. Yangon – Heho – Inle vatn


Í dag farið þið í stutta flugferð til Heho, akið síðan með fjölskrúðugum fjallshlíðum til Nyang Shwe bæjar, þaðan er farið að Inle vatni. Á leiðinni er komið við í Shwe Yan Pyay klaustri, þar eru fagurlega skreyttir tréveggir og safn af búddamyndum.
Þegar komið er að ströndinni er stigið um borð í vélbát og haldið út á Inle vatn, stöðuvatn sem er eitt sérkennilegasta fyrirbæri í Myanmar. Þorp eru byggð út í vatnið á stultum, þar býr Intha fólkið. Fiskimennirnir gera sér fljótandi matjurtagarða sem standa á vatnsbotninum á bambusstöngum. Skoðið Phaung Daw Oo pagóðuna, helsta helgidóm vatnsins, þar má sjá fimm helgar búddamyndir í laufi úr gulli. Að svo búnu er tímabært að fara á hótelið að halla sér.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel við Inle vatn

Dagur 11. Bátsferð á Inle vatni



Þennan morgun er farið á “Fimm daga markaðinn,” sem haldinn er í ymsum þorpum við vatnið. Þar gefst einstakt tækifæri til að dást að litskrúðugum klæðum heimamanna og framandi markaðstemmningunni. Með bátnum er farið að fagra hofinu Indein sem stendur á hæð við vatnið. Það er róandi að rölta um gangana og dást að gríðarmiklum súlunum sem staðið hafa óvarðar öldum saman.
Þá er haldið aftur í bátinn og siglt um vatnið að sjá sig um áður en snúið er til baka til hótelsins síðdegis.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel við Inle vatn

Dagur 12. Inle vatn – Ekið til Bagan



Nú er Inle vatn kvatt og ekið í svosem 7 tíma um fjölbreytt landslag til Bagan.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Bagan

Dagur 13. Kynnisför um Bagan




Í dag kynnist þið Myanmar fyrir alvöru þegar þið heimsækið Nyaung Oo markaðinn í Bagan. Svo skoðið þið Shwezigone pagóðuna sem á að geyma bein og tönn úr Gautama Búdda. Þá kemur að Wetkyi In Gubyaukgy hofinu. Á leið til Ananda skoðum við Sulamani hofið.
Síðdegis skoðum við fleiri hof í grennd, og sjáum svo hvernig heimamenn fara að því að búa til lakkgripina sem eiga þátt í frægð Bagan borgar. Við bjóðum nú í sólseturssiglingu á Ayeyarwaddy ánni, einnig má fylgjast með lifnaðarháttum þorpsbúa og líta Bagan hofin frá ánni.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Bagan

Dagur 14. Bagan – Ekið til Mandalay – Kynnisför um borgina




Við kveðjum Bagan og höldum í þriggja tíma ferð um nýstárleg héruð til Mandalay, andlegrar og menningarlegrar miðstöðvar Búrma. Eftir komuna innritið þið ykkur á hótel og dundið ykkur svo.
Síðdegis skoðum við Mandalay höllina, Shwenandaw klaustrið frægt fyrir listilegar tréristur, gullblaðaverkstæði og Kuthodaw pagóðuna þar sem heimsins stærsta bók mun geymd.
Ferðinni lýkur með því að farið er upp á Mandalay hæðina að horfa á sólarlagið og yfir borgina

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Mandalay

Dagur 15. Amarapura – Sagaing – Inwa – U Bein (Mandalay)




Eftir morgunverð er ekið spottakorn til Amarapura. Þar er best að kynnast lífi munkanna í Mandalay, þar er Mahagandaryone klaustrið. Um dagmál raða munkar sér upp þögulir í röð til að þiggja sinar daglegu ölmusugjafir frá sanntrúuðum. Næst er haldið til Sagaing, menntaseturs munkanna, farið í búddahelli, og Uminthonze og Sunooponnyashin búddahofin skoðuð. Njótum útsýnis yfir alla borgina Mandalay.
Farið er yfir ána með ferju til Inwa (Ava) sem er á bakka Irrawaddy ár. Áður var Inwa höfuðborg, en er nú bara vin í sveitinni. Farið er í skoðunarferð um friðsæla sveitina í hestakerru og komið við í Bagaya Kyaung, fögru klaustri úr valeik (tekki), Maha Aungmyay Bonzan Kyaung skoðað og Nan Myint turninn.
Nú er áliðið dags, við göngum yfir Ubein trébrúna, lengstu brú af sinni tegund gerða úr valeik, og skoðum Mahamuni styttuna – bronsstyttu af Búdda sem gerð var á meðan hann var sjálfur á lífi. Héðan sést sólarlagið vel.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Mandalay

Dagur 16. Brottför frá Mandalay




Eftir morgunverð er frjáls tími þar til haldið er á flugstöðina til heimferðar. Verið þið sæl og góða ferð heim!

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: í flugi

Dagur 17. heimkoma til Íslands


Lent í Keflavík eftir hádegi að staðartíma á Íslandi.
  • VERÐ

    Tvíbýli: 728 000 kr.
    Einbýli: 848 000 kr.
  • INNIFALIÐ

    • Millilandaflug til LA og frá MM með flugvallarsköttum
    • Gisting í tvíbýli (einbýli gegn aukagjaldi) með morgunverði á hótelum (Bed&Brkfst) og mat sem getið er í dagskrá
    • Allar skoðunarferðir eins og lýst er í dagskrá
    • Íslensk fararstjórn og enskumælandi staðarleiðsögumaður
    • Ferð í járnbrautarlest, rútuferðir, siglingar og aðrir flutningar samkvæmt dagskrá
    • Flug innanlands í löndunum, eins og getið er í dagskrá
    • Aðgöngumiðar að söfnum og stöðum sem tilgreindir eru í dagskrá.
  • EKKI INNIFALIÐ

    • Einkaneysla
    • Drykkir og málsverðir sem ekki er getið í leiðarlýsingu
    • Valfrjálsar ferðir
    • Munið að hafa meðferðis 5 passamyndir 35 x 45 mm ! (fást í passamyndasjálfssölum)
    • Þjórfé til leiðsögumanns og bílstjóra á hverju svæði
    • Aukagjald ef til kemur vegna hátíðahalda eða sérástæðna
    • Hvaðeina sem ekki er nefnt að ofan.

Fyllið út til að bóka ferð

HAFA SAMBAND

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

(póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

Made on
Tilda