LAOS og MYANMAR, einstök upplifun í Indokína


- sumar og sól þegar Vetur konungur ræður ríkjum á Íslandi

Dags. 9. - 25. jan. 2025

17 dagar

Menningarheimar Laosa, Khmera og Myanma fólksins á gríðarfögru svæði sem á sér mikla sögu

1 800 km

Farið er víða um á
merkum slóðum, fljúgandi, akandi (í rútum og járnbrautarlest) og siglandi; ferðin hentar öllum

Mismunandi áfangastaðir

Luang Prabang - Vang Vieng - Vientiane - Yangon - Inle - Bagan - Mandalay

728 000 kr. í tvíbýli
848 000 kr. einbýli

Allur pakkinn innilafinn. Berið saman verð og gæði!

Um ferðina

Löndin í Indókína hafa að bjóða ótrúlegt úrval landslags og lita - suðrænna skóga og hrísgrjónaakra, fjallstinda og saga þeirra er merkileg og oft harmþrungin. Löndin vöru nýlendur Frakka og Breta áratugum saman og háðu blóðuga sjálfstæðisbaráttu langt fram á 20. öldina. Uppgangur er nú í efnahag landanna og stefnt er á blandað hagkerfi. Þetta er tveggja landa ferð: Laos og Myanmar, við förum m.a. í siglingu og ferðumst með járnbrautarlest, auk þess að kynnast sögu og lifnaðarháttum heimamanna sem eru þekktir fyrir mikla gestrisni. Búddatrú er viðtekin og eru þau trúarbrögð mjög friðsöm, æðruleysi og yfirvegun er eitt það mikilvægasta. Saga landanna endurspeglast í áhrifum nýlendutímans og aðdráttarafli hinar friðelskandi búddamenningar - eiginleika austrænnar speki og visku.

Dagur 1, Ferð hefst, farið frá Keflavíkurflugvelli

Flug frá KEF, mæting í Leifsstöð a.m.k. 2,5 klst. fyrir brottför, síðan flogið áleiðis til Laos í SA-Asíu, með millilendingu í Evrópu.

Dagur 2, Komið til Luang Prabang – Fagnaðarkvöldverður

Sabædí! (á máli heimamanna). Velkomin til Laos – lands milljón fíla! Ferðin byrjar með komu í heimsminjaborgina fögru Luang Prabang. Röltið um borgina og venjist henni. Í veitingahúsi verður hátíðarkvöldverður til að fagna hópnum. Eftir matinn er gengið til baka að hótelinu fram hjá næturmarkaðnum dásamlega.

Máltíðir: Kvöldverður
Gisting: Hótel í Luang Prabang

Dagur 3, Luang Prabang – Ölmusuathöfn – Kuang Si foss


Ef risið er árla úr rekkju gefst kostur á að verða vitni að aldagamalli ölmusuathöfn, Tak Bat. Við sólarupprás halda langar raðir af munkum í appelsínugulum klæðum frá pagóðunum sínum, búddahofunum, og þeir ganga berfættir um strætin og taka við ölmusugjöfum frá borgarbuum. Með því að gefa munki mat gerir þú góðverk sem gæti komið sér vel í næsta lífi. Þetta er fögur athöfn sem ber vitni um trúarhita fólks í Laos.
Þá er farið til baka á hótelið að snæða morgunverð, síðan farið að mögnuðum og fögrum fossi, Kuang Si. Fyrst liggur leiðin um frumskógastíga að Kuang Si bjarnabjörgunarmiðstöðinni í grennd. Hún var stofnsett 2003 og hefur bjargað mörgum björnum frá veiðiþjófum og hefðbundnum meðalaskúrkum. Þið fræðist um starfsemina og birnina. Þá er gengið um þjóðgarðinn að Kuang Si fossinum, þar sem vatnið fellur 60 m niður klappir í grængolandi hylji, þeir hraustustu og huguðustu klifra kannski niður og fá sér sundsprett!
Njótið snarls í friðsælum þjóðgarðslautum.
Svo er snúið til baka til borgarinnar, og þá er tilvalið að dunda sér eða kanna fleira uppá eigin spýtur.

Máltíðir: Morgunverður, hádegissnarl
Gisting: Hótel í Luang Prabang

Dagur 4, Kynnissför um Luang Prabang & Pak Ou hellaskoðun


Eftir morgunverð er farið í gömlu konungshöllina sem nú er þjóðminjasafn. Þar má m.a. sjá fágæt húsgögn, þjóðbúninga, listmuni, skartgripi og skraut auk verkfæra frá fyrri hluta 20. aldar. Þá er skoðað Wat Xieng Thong, ljósmyndaðasta hof í Luang Prabang. Svo er stigið um borð í bát og siglt eftir Mekongfljóti til heilögu hellanna Pak Ou, sem eru hér kallaðir Tam Ting. Hellarnir eru fullir af þúsundum gullhúðaðra búddalíkneskja af ýmsum stærðum. Á Mekongfljóti sinna heimamenn sínu hversadagsamstri, en fljótið er þeim ær og kýr.
Frá hellunum siglir báturinn til Ban Xang Hai þorps þar sem sjá má vefara og viskíbruggara stunda iðju sína. Áður en snúið er til baka til hótelsins er heillaráð að klifra upp Phousi fjall til að njóta útsýnisins yfir bæinn.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Luang Prabang

Dagur 5, Luang Prabang – Vang Vieng með hraðlest


Ferðin frá Luang Prabang til Vang Vieng inni í landi tekur um klukkutíma með hraðlestinni.
Borgin Vang Vieng, áður nefnd Mouang Song, stendur við Nam Song á og er umkringd kalksteinshnúkum, draumastaður náttúruunnenda. Eftir skráningu á hótel er rétt að hyggja að framhaldi ferðar með leiðsögumanni.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Vang Vieng

Dagur 6, Vang Vieng: Svifflug – Kajakróður – Hellaskoðun


Í ferðinni í dag er hægt að stunda alla þá tómstundaiðju sem Vang Vieng er þekkt fyrir: svifflug yfir vinalegan Nathong dalinn, kajakróður á Nam Song ánni þar sem sjá má sérkennilega hnúka og fagurt sveitalandslag, og skoða kalksteinshella.
Flug í loftbelg (ekki innifalið). Árla þarf að rísa úr rekkju til að taka þátt í þessu eintaka morgunflugi í loftbelg með hituðu lofti yfir kalksteinshnjúka og velli í miðju Laos. Flugið stendur í 30 til 75 mínutur eftir vindátt og veðurskilyrðum, þar sem loftbelgur af þessari gerð lætur illa að stjórn.
Þá tekur við flutningur í “tuk-tuk-trukki”frá Vang Vieng til Ban Vieng Samai, þar sem kajakævintyrið fer fram. Leiðsögumaður sýnir helstu handtökin, og svo er róið eftir litlum nokkuð straumhörðum kvíslum áleiðis í sögulega Tham None hellinn. Hér má sjá fögur grýlukerti úr útfellingum. Eftir vatnshellinn er tilvalið að skoða Angle hellinn í grennd.
Róið er til baka niður Nam Song á til Vang Vieng um vinaleg sveitahéruð með kalksteinsfjöllin I baksýn. Rútan bíður eftir ykkur og ekur svo til Phar None kleifa þar sem snætt verður snarl í laut. Síðan er svifið í kláfferju yfir gljúfur og skóga, 1350 m leið.
Næst er ekið til Bláa lóns 3, svo þið getið notið dvalarinnar í kristalstæru köldu vatninu þar til haldið er til baka til Vang Vieng.
Eftir heimkomu er tilvalið að ganga niður með ánni og virða fyrir sér sólsetrið, víða er hægt að setjast niður. Munið eftir að taka með ykkur myndavél.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Vang Vieng

Dagur 7, Vang Vieng – Ekið til Vientiane


Njótið morgunstunda áður en ekið er frá Vang Vieng til Vientiane. Hádegisstopp er við Nam Ngum uppistöðulónið, eitt stærsta manngert lón í suðaustur Asíu, Þar er snætt og hægt að fá bát til að skoða fiskiþorp við lonið. Haldið áfram til Dongmarkhai markaðarins, þar sem má kaupa skordýr í matinn.
Komið til Vientiane, hér gefst kostur á eyða því sem lifir dags í rólegheitum í þessari friðsælu höfuðborg. Urmull er af kaffi- og veitingahúsum og búðum, og kvöldmarkaðurinn er á bökkum Mekongfljóts.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Vientiane

Dagur 8, Vientiane skoðuð – Flug til Yangon


Vientiane skoðuð – Flug til Yangon
Í dag kynnist þið kennileitum og glæsibyggingum sem sjá má í litlu og vinalegu borginni Vientiane. Þar skiptast á franskar nýlendubyggingar og glæsileg búddahof. Byrja má á Wat Sisaket sem talið er elsta hof sem enn stendur í Vientiane, það slapp óskaddað úr Síamsinnrásinni 1828. Í innveggjunum eru hólf með meira en 2000 silfur- og leirstyttum af Búdda. Þá kemur að Wat Phra Keo sem upphaflega var byggt yfir smaragðs-Búdda, en nú er þar safn listmuna frá Laosbúum og Khmerum. Þá kemur að Wat Si Muang hofinu markverða, og svo að Patuxai hliðinu, sem er Laos útgáfan af Sigurboganum. Líka er farið að Pha That Luang hofinu með sínum gullspírum, en það var reist á 16. öld og talið það helgasta í Laos, og að Búddagarðinum sem fjölkunnugi jóginn Luang Pu lét gera 1958.
Tilvalið er að enda daginn á bökkum Mekong á meðan sólin er að setjast og fá sér drykk eða snarl, áður en rútan fer á flugstöðina til að ná kvöldfluginu til Yangon. Mingalabar! Velkomin til Myanmar, landsins sem hefur nýlega opnað dyr sinar fyrir heiminum eftir 60 ára einangrun, og býður fólki að kynnast sínum einstæðu hefðum og menningu. Í Yangon flugstöðinni, YIA, tekur staðarleiðögumaður og bílstjóri á móti ykkur, og haldið er á hotel í miðbænum til að skrá sig inn.
Nú gefst tími til að jafna sig eftir flugið.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Yangon

Dagur 9, Kynnisför um Yangon borg


Leiðsögumaðurinn nær í ykkur á hótelinu og fer með ykkur á aðalbrautarstöð Yangon borgar þar sem þið takið hringlestina. Það er besta leiðin til að kynnst borginni á klukkutíma. Þá er farið í stutta gönguferð um Kínabæ og Litlaindland, tvö gjörólík hverfi iðandi af lifi. Sjá má götumarkaði, snarlsala og fjölda tilbeiðslustaða á göngunni.
Næst er komið að Sule pagóðunni og svo taka við framandleg strætin í miðborg Yangon, þar sem mikið ber á breskum nýlendubyggingum svo sem Emmanuel Church og Inland Water byggingunni…Þá er skoðuð þekkta Chaukhtayi pagóðan. Ráðleg er að versla á Bogyoke markaðnum, einum stærsrt markaði í Yangon (lokað mánudaga og hátíðisdaga). Síðast en ekki síst er brýnt að sjá Shwedagon pagóðuna. Það gullna hof verða allir sem koma til Myanmar að sjá.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Yangon

Dagur 10, Yangon – Heho – Inle vatn


Í dag farið þið í stutta flugferð til Heho, akið síðan með fjölskrúðugum fjallshlíðum til Nyang Shwe bæjar, þaðan er farið að Inle vatni. Á leiðinni er komið við í Shwe Yan Pyay klaustri, þar eru fagurlega skreyttir tréveggir og safn af búddamyndum.
Þegar komið er að ströndinni er stigið um borð í vélbát og haldið út á Inle vatn, stöðuvatn sem er eitt sérkennilegasta fyrirbæri í Myanmar. Þorp eru byggð út í vatnið á stultum, þar býr Intha fólkið. Fiskimennirnir gera sér fljótandi matjurtagarða sem standa á vatnsbotninum á bambusstöngum. Skoðið Phaung Daw Oo pagóðuna, helsta helgidóm vatnsins, þar má sjá fimm helgar búddamyndir í laufi úr gulli. Að svo búnu er tímabært að fara á hótelið að halla sér.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel við Inle vatn

Dagur 11, Bátsferð á Inle vatniÞennan morgun er farið á “Fimm daga markaðinn,” sem haldinn er í ymsum þorpum við vatnið. Þar gefst einstakt tækifæri til að dást að litskrúðugum klæðum heimamanna og framandi markaðstemmningunni. Með bátnum er farið að fagra hofinu Indein sem stendur á hæð við vatnið. Það er róandi að rölta um gangana og dást að gríðarmiklum súlunum sem staðið hafa óvarðar öldum saman.
Þá er haldið aftur í bátinn og siglt um vatnið að sjá sig um áður en snúið er til baka til hótelsins síðdegis.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel við Inle vatn

Dagur 12, Inle vatn – Ekið til BaganNú er Inle vatn kvatt og ekið í svosem 7 tíma um fjölbreytt landslag til Bagan.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Bagan

Dagur 13, Kynnisför um Bagan
Í dag kynnist þið Myanmar fyrir alvöru þegar þið heimsækið Nyaung Oo markaðinn í Bagan. Svo skoðið þið Shwezigone pagóðuna sem á að geyma bein og tönn úr Gautama Búdda. Þá kemur að Wetkyi In Gubyaukgy hofinu. Á leið til Ananda skoðum við Sulamani hofið.
Síðdegis skoðum við fleiri hof í grennd, og sjáum svo hvernig heimamenn fara að því að búa til lakkgripina sem eiga þátt í frægð Bagan borgar. Við bjóðum nú í sólseturssiglingu á Ayeyarwaddy ánni, einnig má fylgjast með lifnaðarháttum þorpsbúa og líta Bagan hofin frá ánni.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Bagan

Dagur 14, Bagan – Ekið til Mandalay – Kynnisför um borgina
Við kveðjum Bagan og höldum í þriggja tíma ferð um nýstárleg héruð til Mandalay, andlegrar og menningarlegrar miðstöðvar Búrma. Eftir komuna innritið þið ykkur á hótel og dundið ykkur svo.
Síðdegis skoðum við Mandalay höllina, Shwenandaw klaustrið frægt fyrir listilegar tréristur, gullblaðaverkstæði og Kuthodaw pagóðuna þar sem heimsins stærsta bók mun geymd.
Ferðinni lýkur með því að farið er upp á Mandalay hæðina að horfa á sólarlagið og yfir borgina

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Mandalay

Dagur 15, Amarapura – Sagaing – Inwa – U Bein (Mandalay)
Eftir morgunverð er ekið spottakorn til Amarapura. Þar er best að kynnast lífi munkanna í Mandalay, þar er Mahagandaryone klaustrið. Um dagmál raða munkar sér upp þögulir í röð til að þiggja sinar daglegu ölmusugjafir frá sanntrúuðum. Næst er haldið til Sagaing, menntaseturs munkanna, farið í búddahelli, og Uminthonze og Sunooponnyashin búddahofin skoðuð. Njótum útsýnis yfir alla borgina Mandalay.
Farið er yfir ána með ferju til Inwa (Ava) sem er á bakka Irrawaddy ár. Áður var Inwa höfuðborg, en er nú bara vin í sveitinni. Farið er í skoðunarferð um friðsæla sveitina í hestakerru og komið við í Bagaya Kyaung, fögru klaustri úr valeik (tekki), Maha Aungmyay Bonzan Kyaung skoðað og Nan Myint turninn.
Nú er áliðið dags, við göngum yfir Ubein trébrúna, lengstu brú af sinni tegund gerða úr valeik, og skoðum Mahamuni styttuna – bronsstyttu af Búdda sem gerð var á meðan hann var sjálfur á lífi. Héðan sést sólarlagið vel.

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: Hótel í Mandalay

Dagur 16, Brottför frá Mandalay
Eftir morgunverð er frjáls tími þar til haldið er á flugstöðina til heimferðar. Verið þið sæl og góða ferð heim!

Máltíðir: Morgunverður
Gisting: í flugi

Dagur 17, heimkoma til Íslands


Lent í Keflavík eftir hádegi að staðartíma á Íslandi.
 • VERÐ

  Tvíbýli: 728 000 kr.
  Einbýli: 848 000 kr.
 • INNIFALIÐ

  • Millilandaflug til LA og frá MM með flugvallarsköttum
  • Gisting í tvíbýli (einbýli gegn aukagjaldi) með morgunverði á hótelum (Bed&Brkfst) og mat sem getið er í dagskrá
  • Allar skoðunarferðir eins og lýst er í dagskrá
  • Íslensk fararstjórn og enskumælandi staðarleiðsögumaður
  • Ferð í járnbrautarlest, rútuferðir, siglingar og aðrir flutningar samkvæmt dagskrá
  • Flug innanlands í löndunum, eins og getið er í dagskrá
  • Aðgöngumiðar að söfnum og stöðum sem tilgreindir eru í dagskrá.
 • EKKI INNIFALIÐ

  • Einkaneysla
  • Drykkir og málsverðir sem ekki er getið í leiðarlýsingu
  • Valfrjálsar ferðir
  • Munið að hafa meðferðis 5 passamyndir 35 x 45 mm ! (fást í passamyndasjálfssölum)
  • Þjórfé til leiðsögumanns og bílstjóra á hverju svæði
  • Aukagjald ef til kemur vegna hátíðahalda eða sérástæðna
  • Hvaðeina sem ekki er nefnt að ofan.

Fyllið út til að bóka ferð

HAFA SAMBAND

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

(póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

Made on
Tilda