Silkileiðin mikla

Dags.: 14. - 26. september 2024

Um ferðina
Tashkent - Samarkand - Bukhara - Mary– Merv - Túrkmenaþorp - Ashgabat

Silkileiðin mikla í Mið - Asíu er verslunarleiðin sem tengdi tvær helstu siðmenningar heims á miðöldum – Austrið og Vestrið, öldum saman fóru hér úlfaldalestir um á leið sinni frá Kína til Miðjarðarhafslanda; varningurinn var silki, krydd, geimsteinar og postulín. Tashkent, Samarkand og Bukhara eru borgir sem allt til dagsins í dag geyma minningu um stórvirki meistara á borð við Alexander mikla og Gengis Khan, að ógleymdum hetjum heimamanna Tímurlan, barnabarni hans Ulum Bek stjörnu- og stærðfræðingi og Ómari Khajam vitringi.
Við kynnumst þessari stórmerkilegu sögu, skoðum fornar menntastofnanir og smökkum á réttum heimamanna en austræn matarmenning á fáa sína líka. Einnig er farið til nágrannalandsins í suðri - Túrkmenistans sem einnig á ríka menningararfleið, metnaðarfull uppbygging á sér nú stað og gestrisni heimamanna er einstök. Þetta er ferð sem lætur engann ósnortin.

  Dagur 1

  Flug frá Keflavík, mæting í Leifsstöð a.m.k. 2 klst. fyrir brottför, millilending og áfram flogið til Tashkent síðar um daginn.
  Dagur 2 Tashkent

  Lending í Tashkent um morgun að staðartíma (UTC+5, þ.e. "íslenskur tími" + 5 klst.) rúta frá flugvellinum og við komum okkur fyrir á hóteli. Skoðunarferð um hina sólríku höfuðborg Úzbekistans sem á sér 2000 ára gamla sögu. Við skoðum gamla bæinn í Tashkent, Kafal Shashi grafhýsið og Barak-khan madrösssuna (múslímskur skóli eða menntastofnun, oft í tengslum við mosku) frá miðöldum. Svo lítum við á helstu byggingar nýju borgarinnar, Oliy Majlis samstæðuna, Vináttuhöll þjóðanna, minnismerki um mikinn jarðskjálfta árið 1966 og Abul Kosim madrössuna þar sem úzbeskir listamenn sýna haganlega gerða gripi sína og málverk. Þar má sjá sýnishorn af ýmsum hefðbundnum tiltækjum heimamanna. Kvöldverður á þjóðlegum veitingastað. Hótel 4*.

  Dagur 3, Tashkent

  Eftir morgunverð skoðum við áfram Tashkent og nærsveitir, farið í fjallaferð um 80 km frá Tashkent til Chimgan fjalla og Charvak uppistöðulónsins þar sem fjallafegurð er mikil og náttúran nýtur sín. Hádegisverður í veitingahúsi nálægt fjöllunum. Frjáls tími. Gist á hótelinu í Tashkent. Hótel 4*.

  Dagur 4, Tashkent - Samarkand

  Eftir morgunverð er ekið í járnbrautarlest til einnar elstu (2 544 ára) og fegurstu borgar heims - Samarkand (~300 km) en nafn hennar útleggst sem „Steinvirkið". Skoðunarferð um hina merku borg sem er á Heimsminjaskrá UNESCO en aðaltorgið kallast Registan. Austrænn markaður þar sem teppi, hljóðfæri og ýmis handiðn er til sýnis og sölu í „madrassah“ menntastofnun sem tilheyra moskunum. Tónlistarmenn leika á hljóðfæri heimamanna. Þar næst skoðum við Guri Amir, grafhýsi Timurlans hins fróða, einnar af þjóðhetjum Úzbeka. Gist í Samarkand. Hótel 4*.
  Dagur 5, Samarkand

  Í dag höldum við áfram kynnum okkar af hinni merku Samarkandborg og skoðum staðinn þar sem Ulugbek hinn mikli vísindamaður stundaði stjörnufræði og önnur vísindi í fornöld, talsvert á undan Evrópumönnum. Grafreitur múslíma og Afrosiab safnið með máluðum veggmyndum (freskum) frá 7. öld. Hinn líflegi austræni borgarmarkaður, Shali Zindah og Bibi Khanum moskurnar. Gist í Samarkand. Hótel 4*.
  Dagur 6, Samarkand - Bukhara

  Eftir morgunverð er ekið til Bukhara eftir þjóðvegum landsins (~300 km, 4,5 klst.). Landbúnaður er aðallega kvikfjárrækt og bómullarvinnsla þar sem mikið áveitukerfi er notað. Komið er við í Gijduvan bæ, heimsótt leirmunaverkstæði og hádegisverður í veitingahúsi leirmunasmiða. Frjáls tími, gist í Bukhara. Hótel 3+*.
  Dagur 7, Bukhara
  Skounarferð um Bukhara. Komið í gamlabæinn, Ark virkið, Bolo Hauz moskuna, Ismail Samani grafhýsið, Chashma Ayub, Kalyan mínarettuna, verslunarhús með allskyns listiðnaði, svo sem teppum og skartgripum. Hádegisverður reiddur fram í gamla bænum í Bukhara. Þá liggur leiðin í Maggoki Attori moskuna, að Lyabi Hauz torgi, í Kukeldash madrössu og í Nadir Divan Begi madrössu. Kvöldverður með þjóðdansasýningu. Hótel 3+*.
  Dagur 8, Bukhara

  Nágrenni Bukhara skoðað: - Mohi Hosa sem er sumarhöll síðasta emírsins í Bukhara, Chor Minor. Síðdegis frjáls tími. Gist í Bukhara. Hótel 3+*.
  Dagur 9, Bukhara - Mary

  Ekið til Alat á landamærum Úzbekistans og Túrkmenistans. Landamæraumstang. Ekið til Mary (270 km), um Karakum eyðimörk og meðfram ánni Amudarja, ljósmyndastopp í náttúrufegurðinni. Frjáls tími, gist í Mary. Kvöldverður með þjóðdansasýningu. Hótel 3+*.
  Dagur 10, Mary

  Ekið til Merv (30 km), sögufrægrar áningarmiðstöðvar á Silkileiðinni. Kynnisferðir til Alexandria Margiana, Antiochia Margiana rústanna, Sultan Kala, Sultan Ahmad Sanjar grafhýsisins, Yusuf Hamadany skrínsins, Mohammed ibn Zaid grafhýsisins, Gyz Kala kastala. Ekið til baka til Mary. Innritun á hótel 3+*.
  Dagur 11,  Mary - Ashgabat


  Flogið til Ashgabat, höfuðborgar Túrkmenistans í innanlandsflugi. Kynnisferð um borgina. Við skoðum almenningsgarða og torg borgarinnar, Ertogrul Ghazi moskuna og fornminjar í Nisa. Farið til Kipchak að skoða þekkta mosku, Turkmenbashy. Til baka til Ashgabat og heim á hótel 4*.
  Dagur 12,  Ashgabat  Áfram skoðum við Ashgabat. Brúðkaupshöllina, Hlutleysisbogann, Sjálfstæðisgarðinn, Stjórnarskrárturninn, minningarverk um fórnarlömb jarðskjálfta og síðari heimsstyrjaldar.
  Heimsókn á hrossabú. Hádegisverður í júrtu sem er vandaður hirðingjabústaður eða eyðimerkurtjald. Mögulegt kynnast landbúnaði nánar og fara á hrossabúgarð en hestamennska er mikil þarna. Frjáls tími í Ashgabat til kaffihúsaferða, minjagripakaupa oþh. Gisting á hóteli 4*.
  Dagur 13, Ferðalok  Brottför frá alþjóðaflugvellinum Ashgabat, ASB, heim á leið. Morgunverður í bítið eða nesti og haldið heim á leið með góðar minningar og minjagripi, höfuðborg Túrkmenistans kvödd; flug til Evrópu og áfram til Keflavíkurflugvallar.
  VERÐ
  TVÍBÝLÍ 497 400 kr.
  EINBÝLÍ 542 200 kr.
  • Innifalið:
   • Flug og flugvallarskattar
   • Rútuferðir samkv. dagskrá
   • Skoðunarferðir í dagskrá
   • Morgunverður hótelum og matur dagslega, eins og kemur fram í dagskrá. HB - "Half Board"
   • Inngangur á söfn og annað í dagskrá
   • Rútuakstur alla ferðina, og til/frá hótelum
   • Staðarleiðsögumenn og íslensk fararstjórn.
  • Ekki innifalið:
   • Vegabréfsáritun
   • Drykkir, mínibar
   • Ljósmynda- (myndbanda) gjald í söfnum
   • Þjórfé.

  Fyllið út til að bóka ferð

  HAFA SAMBAND

  Sími: 770 50 60

  +7 916 125 12 90

  bjarmaland.travel@gmail.com

  (póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

  Made on
  Tilda