• 700 kerala
  • 700 vietnam3
  • 700 transilvania3
  • 700 cruise3
  • 700 geor1
  • 700 uzbek sign1
  • 700 indland goa
  • 700 volga
  • 700 transsib

 

Kæru ferðamenn!


Óskum gæfu og gengis og kynnum ferðir okkar á komandi ári 2017.


Opnum tvo nýja áfangastaði í A-Evrópu: Rúmeníu og Hvítarússland.

Í hefðbundnum ferðum eftir Silkileiðinni miklu til Úzbekistans er komið til hins merka Túrkmenistans og í Kákasusferðinni til Georgíu er nágrannaríkið Azerbaidsjan einnig heimsótt.

Í ferðum á merkisslóðir S- og SA-Asíu, til Indlands og Víetnams, er komið við í Moskvu á heimleiðinni vesturum til að létta flugið og segja má að 3 daga dvöl í þeirri merku heimsborg sé bónus.     

Þá höldum við áfram ferðum okkar til Rússlands, jólaferð til Moskvu i janúar og skemmtisiglingar á milli helstu borga landsins, Moskvu og Pétursborgar. 

Vandaðar ferðir með miklu inniföldu og verðin koma skemmtilega á óvart! 

 

Best er að vera skráður á lista (án skuldbindinga) til að missa ekki af lestinni!
Skrifið: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Merkt „Áhugi“ og við staðfestum móttöku.

 

F.h. Bjarmalands ferðaskrifstofu

Haukur Hauksson, framkvstj.  


Hér getur þú sótt Bjarmalandsdagatalið 2017

Öllum frjálst til notkunar og fjölföldunar. Hægt að prenta út í stærðum A4 og A3. 
Fæst gormað á fjölföldunarstofum, t.d. hjá Samskiptum ehf, Síðumúla 4, Rvk., s. 580 7800

dagatal