Georgía og Azerbædsjan, ævintýri í Kákasusfjöllum

Dags.: 19. - 29. ágúst 2024

11 dagar

Tveir menningarheimar á gríðarfögru svæði sem
á sér mikla sögu.

1040 km

Farið er víða um á
merkum slóðum

Mismunandi áfangastaðir

Bakú - Gobústan - Shemakha - Sheki – Signagi – Chateau Fort de Manavi -
Tbilisi - Ananuri - Gudauri - Kazbegi - Dzhuta – Chaukhi – Mtskheta.

498 000 kr. í tvíbýli
558 000 kr. einbýli

All í einum paAllur pakkinn innilafinn.

Um ferðina

Ferð til einstakra landa, frægra fyrir matarmenningu og vönduðustu vín heims!
Þegar Guð skipt jörðinni meðal þjóða heims voru georgíumenn seinir til þar sem þeir voru við veisluhöld og þegar þeir komu var þegar búið að skipta löndunum. Guð spurði þá hvar þeir hefðu verið og fékk þau svör að þeir hafi setið að drykkju, spurði Guð af hvaða tilefni veisluhöld hafi verið og var svarið. „Skálað var fyrir þér, fyrir okkar þjóð og fyrir heiminum“. Guð kunni vel að meta svarið og sagði þeim að allt land væri nú úthlutað en að hann hafi haldið eftir litlum skika fyrir sig en núgæfi hann það til Georgíumanna. Þetta land er undursamlega fagurt og gestrisni landsmanna er einstök, þetta er land til að dást að og njóta að eilífu.
Fegurð Georgíu er ómögulegt að lýsa, aðeins er hægt að syngja um hana, í hvert sinn sem Georgíumenn hafa tækifæri til kyrja þeir um fegurð landsins í margradda söngvum og kraftmikill dansinn dynur.
Náttúrufegurð landsins er rómuð og hinnar fornu sögu ber víða merki. Frumkristni á hér djúpar rætur í kirkjum og klaustrum inn á milli ægifagurra Kákasusfjalla, þar sem snjórinn bráðnar ekki, jafnvel á sumrin. Gróðursæld er mikil og í dölum vex gnótt ávaxta og grænmetis, auk hins rómaða vínviðar.

Dagur 1, Flug frá KEF

Mæting í Leifsstöð, KEF, amk. tveimur klst. fyrir brottför (flugmiðar og minnispunktar verða sendir til farþega í tölvupósti, þar verða nákvæmar tímasetningar) Lending á alþjóðaflugvellinum við Bakú þar sem fararstjóri tekur á móti hópnum með spjaldi merktu BJARMALAND, haldið á hótel í rútu, um 20 km akstur.
Dagur 2, Bakú

Morgunverður. Kynnisferð um Bakú: „Ateshgah“ – musteri elddýrkenda, „Icheri Sheher“ hverfi friðlýstra gamalla bygginga í miðbænum, á heimsminjaskrá UNESCO síðan í desember 2000. Hádegisverður. Kvennaturninn (12. öld), moskan Bíbí-Ejbat (12. öld) sem Abu-l-Fatkh lét byggja, Kvennaturn Shirvanshakhov-hallar (16. öld), en þar hafa varðveist furðu vel moska, böð og forhlið. Kvöldverður. Gist í Bakú.
Dagur 3, Bakú – Gobustan - Bakú

Morgunverður. Ekið til friðlýsta Gobustan. Vegna einstæðra klettaristna var svæðið skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 2007. Hér er að finna um 6000 teikningar sem ristar hafa verið í stein frá tímum mezoníta og fram á miðaldir. Hádegisverður. Risturnar eru einkum í hellum og á klapparbrotum. Á ristunum má sjá veiðar, helgidansa, jarðyrkju, ýmis dýr, báta og margvísleg dulartákn. Ekið til baka til Bakú. Kvöldverður. Gist í Bakú.
Dagur 4, Bakú – Shamakhi - Shaki

Morgunverður. Ekið til Shamakhi. Skoðunarferð um borgina, eina elstu og áhugaverðustu borg landsins. Fyrst var þar byggt um 5 öldum fyrir tímatal vort, á 9. öld t.v. varð hún höfuðborg víðlenda Shírvanska veldisins, og á 18. öld Shamakanska veldsins. Helsta ferðamannanýlunda borgarinnar er Gyz-Galasy virkið (11.-12. öld) , síðasti griðastaður shírvanshakhanna. Hádegisverður. Grafhýsi Yeddi-Gumbaz „Sjö hvelfingar“ með mörgum grafreitum stjórnenda Shamakhi. Höfuðmoskan Dzhuma (10. öld, endurbyggð á 19.), margvíslegar tóftir frá 10.–17. öld. Þetta er viðurkennd miðstöð teppavefnaðar. Ekið til Shaki. Innritun á hótel í Shaki. Gist í Shaki.
Dagur 5, Shaki – Signagi – Chateau Fort de Manavi

Morgunverður. Kynnisför um Shaki – sumarhöll (1797) með veglegum veggskreytingum og fíngerðum gluggum, steinvirki (18. öld), margvísleg úlfaldalestaskýli (mörg þeirra nú orðin gistiheimili eða veitingahús), hús Shakikhanova, moska Dzhuma (18. öld), mínaretta Gilejlínsku moskunnar (18. öld), böð frá miðöldum, ríkulegt Héraðssögusafn. Heimsótt þjóðhöfðingjahöll Shakiborgar. Shaki er miðstöð silkivinnslu og dvöl þar er heilsusamleg loftslagsins vegna. Kl. 12:00 hádegisverður. Þá er komið að azersk-grúsísku landamæraumstangi. Skoðunarferð um borg ástarinnar, Signagi. Ekið til Chateau Fort de Manavi, innritun á vínkjallarahótel. Hér er brauð bakað af snilld og reiddir fram grúsínskir sérréttir. Vínsmökkun og vistvænn kvöldverður að hætti gestrisinna heimamanna. Að loknum kvöldverði gefst gestum kostur á gjaldfrjálsum veitingum í góðra vina hópi. Gist í Chateau Fort de Manavi.

Dagur 6, Tbilisi


Morgunverður, farið til Tbilisi og skoðunarferð um Tbilisi. Höfuðborg Grúsíu er einstök, hún stendur á nokkrum hæðum sem gömlu hverfin hanga utan í. Um borgina rennur dáfögur áin Kúra milli myndrænna gljúfurbakka.
Tbilisi er einn af fáum stöðum í heiminum þar sem í gamla bænum standa í sátt og samlyndi hlið við hlið rétttrúnaðarkirkja, kaþólsk dómkirkja, synagóga og moska.
Við skoðum Metekhi kirkjuna (5. öld), Dómkirkju heilagrar þrenningar, og Tsminda Sameba – kirkjusamstæðu grúsínskra rétttrúnaðarkirkna. Gönguferð um „Gamlabæinn,“ fornan miðbæ við rætur Mtatsminda, Helgafells. Hádegisverður. Langflestar byggingar Gamlabæjar eru fornminjar, hér kraumar lífið allan sólarhringinn, túristar vappa hér um einir sér eða í hópum, elskendur hittast við Klukkuturninn. Við förum með nýlegri kláfferju upp í virkið Narikala (4. öld), þaðan sem frábært útsýni er yfir borgina. Svo skoðum við í gamla bænum Sionikirkju (6.-7. öld), og Fæðingarbasilíku Maríu meyjar eldforna. Við göngum um stræti kennt við Shota Rustaveli. Þeir sem vilja fara í leikhús (gegn aukagjaldi). Kvöldverður. Gist í Tbilisi.
Dagur 7, Tbilisi – Ananuri – Gudauri - Kazbegi

Morgunverður. Um morguninn er lagt upp frá Tbilisi í átt til Stepantsminda (Kazbegi). Á leiðinni skoðum við virkið myndræna Ananuri (16. öld) sem gnæfir yfir Aragvi ánni, og virðum líka fyrir okkur ómótstæðilega fegurð Zhinval uppistöðulónsins. Förum framhjá fjallaheilsuhælinu Gudauri (2200 m y.s.) makalausa leið meðfram ánni Tergi, og eftir minnisstætt fjallaskarð í 2400 m y.s. komum við til Stepantsminda (Kazbegi). Hádegisverður. Kynnisferð um nágrennið, skoðum kirkju heilagrar þrenningar í Gergeti (2170 m y.s.). Jeppaferð. Í góðu skyggni er héðan frábært útsýni til Kazbek, hæsta fjalls í Grúsíu (5147 m y.s.). Ekið til baka til Kazbegi. Kvöldverður. Gist í Kazbegi.
Dagur 8, Kazbegi – Dzhuta – Chaukhi - Tbilisi

Morgunverður. Jeppaferð í þorpið Dzhuta. Síðan ekið að Chaukhi fjöllum, miklum fjfallgarði með mörgum tindum, sá hæsti nær meira en 3800 m hæð y.s. Fjöllin eru eftirlæti fjallgöngumanna vegna fjölbreyttra aðstæðna. Gönguferð á forkunnarfagra staði. Hádegisverður – við prófum hina rómuðu khinkali. Flúðasigling ef menn óska (gegn aukagjaldi). Síðdegis er ekið til baka til Tbilisi. Kvöldverður. Gist í Tbilisi.
Dagur 9, Tbilisi – Mtskheta - Tbilisi

Morgunverður. Kynnisför til fornrar höfuðborgar Grúsíu Mtskheta – borgin er eiginlega safn, er á heimsminjaskrá UNESCO. Skoðum dómkirkjuna Svetitskhoveli (reist 1010/29), Í henni er grafreitur eins helsta dýrlings kristinna Khitons Gospoden,s og líka margra af þjóðhöfðingjum Grúsíu. Hér er máttugt andrúm. Skoðum musterisklaustrið Dzhvari. Hádegisverður. Ekið til baka til Tbilisi. Frjáls tími. Kvöldverður með þjóðdönsum og hugljúfum þjóðlagasöng. Gist í Tbilisi.
Dagur 10, Flug til heimahaga


Morgunverður hóteli. Ekið á flugstöð, um 20 km og flug heim á leið, með góðar minningar og glæsta minjagripi; lent síðdegis að staðartíma í Leifsstöð, Keflavík, Íslandi.

Farið er frá Bakú til Tbilisi

  • VERÐ

    Tvíbýli: 498.000 kr
    Einbýli: 558.000 kr
  • INNIFALIÐ

    Gisting í hótelum 3*/4*;

    Íslensk fararstjórn;

    Þjónusta enskumælandi leiðsögumanns;

    Fullt fæði (FB), að meðtöldum kvöldverði í grúsísku þorpi með víni og teinasteik (BBQ eða "sjasslik"), svo og þjóðlegur kveðjumálsverður í Tbilisi;

    Vínsmökkun og veisluhöld í Chateau Fort de Manavi;

    Rútur og önnur farartæki til flutninga í samræmi við lýsingu ferðar:

    Jeppaferð í Gergeti, jeppaferð Dzhuta – Chaukhi;

    Aðgangseyrir á ýmsa staði, söfn oþh. samkvæmt lýsingu ferðar.

  • EKKI INNIFALIÐ

    Kostnaður sem ekki er tilgreindur sem innifalinn;

    Vegabréfsáritun til Azerbajdzhans kostar 40 EUR;

    Leikhúsmiðar;

    Flúðasiglingar;

    minibar; þvottaþjónusta, þjórfé og önnur persónuleg útgjöld.

Fyllið út til að bóka ferð

HAFA SAMBAND

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

(póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

Made on
Tilda