Einstök ferð og sigling

Dags.: 05.–15.06.2024
Um ferðina
Tvær helstu borgir Rússlands skoðaðar, auk sex staða á vatnaleiðinni á milli Moskvu og Pétursborgar. Erlendir ferðamenn eru velkomnir og öryggi er með besta móti.

    Dagur 1 - 5. júní, miðvd. Flug til Pétursborgar

    Flug frá Keflavík, ekki er ljóst hvernig flogið verður, að öllum líkindum verður flogið í gegnum Ístanbúl, stærstu borg Tyrklands (ætlunin var að fljúga til Helsinki og fara í rútu til Pétursborgar, ca. 400 km, en Finnar hafa nú lokað landamærunum sínum að Rússlandi).
    Dagur 2 - 6. júní, fimmtud. Pétursborg

    Hvíld og morgunverður hóteli, síðan skoðunarferð um hina einstöku Pétursborg sem stofnuð var 1703 af Pétri mikla Rússakeisara. Nevsky breiðgatan sem er aðalgata borgarinnar og heitir eftir Alexander Nevsky sem er ein þjóðhetja Rússa. Virki St. Péturs og Páls, en þar eru allir meðlimir Rómanov fjölskyldunnar grafnir, rekja má upphaf borgarinnar til virkisins sem Pétur mikli lét reisa. St. Ísaks dómkirkjan, sem lokið var við byggingu á árið 1858, en það tók 40 ár að byggja hana og önnur 18 ár að skreyta.

    Dagur 3 - 7. júní, föstud. Pétursborg

    Pétursborg skoðuð nánar og síðan flutt um borð í skip sem liggur við festar á Nevu ánni; vel­komin um borð í hið glæsilega fljótaskip Nikolaj Tsjerni­shevskij! Eftir skráningu hittið þið áhöfn skipsins við hana­stélsmóttöku (cocktail party) í boði skipstjóra ("snyrtilegur klæðnaður") – góð afþrey­ing og menn kynnast öðrum farþegum við upphaf sigl­ingar.

    Dagur 4 - 8. júní, laug. Lodejnoe Pole

    Lagt af stað í siglingu til Moskvu, á vinstri bakka árinnar Svir er bærinn Lodejnoe Pole (Лодейное Поле) höfuð­staður Leníngradhéraðs. Nafnið er tengt meginiðn íbúanna, smíði skipa og flutninga­báta. Um borð í skipinu er fullt fæði innifalið, „Full Board“, þ.e.a.s. morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, auk skemmtana, það sem eftir er ferðarinnar til Moskvu.

    Dagur 5 - 9. júní, sun. Svirstroj

    Röltið um þorpið Svirstroj (Свирьстрой). Það varð til þegar áin var virkjuð þarna. Nú er þar friðsæl þyrping lista- og iðnverk­stæða. Mjög gott úrval minjagripa sem eru vandað handverk og góðar gjafir, hægt er að kynnast trúarlífi landsmanna og skoða nokkrar kirkjur og klaustur.
    Dagur 6 - 10. júní, mán. Vytegra

    Síðan á tímum Péturs mikla standa hér nokkur gömul timburhús. Vytegra (Вы́тегра) var einu sinni kölluð „fimmhafahöfn“ því að héðan lá leiðin um norðvestur vatna­leið Rússlands – um Volgu-Eystrasaltsskurðinn til Eystrasalts, Hvítahafs, Kaspíahafs, Azovhafs og Svartahafs. Ekið til bæjarins Kirillov en þar búa um 8.000 manns. Bærinn var stofnaður á 14. öld og hefur því að geyma mikla sögu. Hér er margt forvitnilegt að sjá, m.a. klaustur Heilags Kyrills sem liggur við Siverkoe vatnið og íkonasafn.
    Dagur 7 - 11. júní, þrið., Tsjerepovets

    Tsjerepovets (Черепове́ц) er stærsta borgin í Vologda héraði, mikil iðnaðarmið­stöð. Hún stendur á bökk­um árinnar Sheskna sem veitt var í Rybinsk lónið. Fólk settist hér að á öðru árþús­undi fyrir tímatal vort. Fornfræðingar taka til þess að fram á 9. öld hafi allur ættbálkurinn búið á þessum slóðum og síðan farið að bland­ast slavneskum þjóðflokkum.
    Dagur 8 - 12. júní, mið. Jaroslavl

    Þá er komið til Jaroslavl (Ярослáвль) höfuðstaðar gullna hringsins. Glæsi­bygg­ingar, götur og grænar grundir eiga sér þúsund ára sögu. Í Jaroslavl má finna úrval fornrar rússneskrar byggingarlistar. Margt í borginni er á heimsminja­skrá UNESCO.
    Dagur 9 - 13. júní, fim. Úglitsj

    Úglitsj (Углич) er perla gullna hrings­ins um Rúss­land og á rætur að rekja til 937 e.Kr., ein elsta borg landsins. Eitt af meist­ara­verkum bygg­ingarlistar­innar er Dmitrij dómkirkjan með sínum gylltu og bláu lauk­spírum. Kirkjan er nátengd átakan­legri sögu sonar Ívans grimma. Að kvöldi lokadags siglingarinnar er lent í Moskvu og er akkerum varpað í Moskvu ána sem hlykkjar sig í gegnum stórborgina. Stærsta borg Evrópu skoðuð og farið á hótel þar.
    Dagur 10 - 14. júní, fös. Moskva

    Moskvuborg gerð góð skil, hér er saga og menning við hvert fótmál og mjög margt að sjá. Við skoðum helstu kennileiti borgarinnar, eins og St. Basil dómkirkjuna, Rauða torgið og Kreml. Til gamans förum við einnig í verslunarmiðstöð enda má glögglega sjá lífsstíl fólksins í borginni með því að kíkja þar inn. Íbúar borgarinnar telja um 12 milljónir manna en á stór Moskvusvæðinu búa um fimmtán milljónir. Moskva er miðstöð samgangna í lofti, á landi og á vatnaleiðum. Borgin er líka miðstöð stjórnmála og menningar allra landsmanna.


    Dagur 11 - 15. júní, laug. Heimferð


    Flug frá Moskvu, áleiðis til Keflavíkur, lending þar síðdegis að staðartíma á Íslandi.

    Dagskrá er ekki endanleg og getur breyst vegna veðurs og annara utanaðkomandi skilyrða, fararstjóri eða skipsstjóri taka ákvarðanir um slíkt.
    VERÐ
    Verð er 560 þús. kr. á mann í tvíbýli, einbýli er 120 þús kr. dýara.

    • Innifalið:
      • Flug og flugvallarskattar
      • Rútuferðir til og frá flugvöllum og samkv. dagskrá
      • Gisting í tveggja manna herbergjum / klefum með baði og morgunverði
      • BB þjónusta í hótelum (Bed & Brkfst)
      • Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu
      • Sigling með fljótaskipi frá Pétursborg til Moskvu
      • Fullt fæði í skipi, FB Full Board
      • Skemmtiatriði í skipi
      • Staðarleiðsögumenn
      • Íslensk fararstjórn.
    • Ekki innifalið:
      • Þjórfé fyrir áhöfn skipsins, staðarleiðsögumenn og bílstjóra
      • Aukaskoðunarferðir á vegum skipafélagsins „optional excursions”.

    Fyllið út til að bóka ferð

    HAFA SAMBAND

    Sími: 770 50 60

    +7 916 125 12 90

    bjarmaland.travel@gmail.com

    (póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

    Made on
    Tilda