Kínaveldi

Tvær aðal borgirnar Peking og Shanghai, gamla höfuðborgin Xian, þar sem eitt undur veraldar er: Leirherinn. Þar að auki ferðast í sveitinni; heimsókn til pandabjarna og sigling á hinu mikla og fagra Yangtze fljóti.

Kynnist af eigin raun hinu rísandi stórveldi í Austri.


Dags. 16. - 29. maí 2026

14 dagar

Kína er hið rísandi stórveldi í Austri Fimmþúsund ára saga og mikil náttúrufegurð

3 600 km

Farið er víða um á
merkum slóðum, fljúgandi, akandi, í lestum og siglandi; ferðin hentar öllum

Mismunandi áfangastaðir

Peking - Xian - Chengdu - Chongqing - Sigling á Yangtze fljóti - Yichang – Shanghai

788 000 kr. í tvíbýli
888 000 kr. einbýli

Einstakt verð f. allan pakkann, ekki aukakostnaður. Vönduð dagksrá. Berið saman verð og gæði!

Um ferðina

Hvern langar ekki að sjá pöndubirni?
Kína er hið rísandi stórveldi í Austri, uppgangur er mikill og lifistaðlar orðnir háir hjá almenningi, fátækt er nú liðin tíð þar í landi.
Við skoðum tvær stærstu borgir landsins og sveitir þar á milli; siglt er eftir hinu mikla Yangtze fljóti (drykkir innifaldir í skipinu, (AI All - Inclusive)). Farið er í skipalyftu og sjáum við m.a. mesta vatnsorkuver fyrr og síðar - Þriggjagljúfra stífluna.
Veður er gott á tímabilinu.
Við höfum einstaka samstarfsaðila og getur haldið verðinu niðri.
Bjarmaland ferðaskrifstofa er sérfræðingur í Asíu - stærstu heimsálfunni.

Dagur 1, Ferð hefst, flug frá Keflavíkurflugvelli

Flug frá Íslandi, mæting í Leifsstöð - KEF a.m.k. 2,5 klst. fyrir brottför, síðan flogið áleiðis til höfuðborgar Kínaveldis, Peking með millilendingu í Evrópu (nákvæmar tímasetningar, uppl. um flug og rafmiðar (e-tickets) verða send farþegum í tölvupósti).

Dagur 2, Peking


Peking heilsar! "Beidsjing" = Norðurborgin, komið þangað að degi til að staðartíma (UTC "ísl. tími" + 8 klst.). Fararstjóri og enskumælandi kínverskur leiðsögumaður taka á móti farþegum á flugvelli með spjald „BJARMALAND“ og rúta bíður okkur þar, borginni kynnst og farið á hótel, menn ná áttum og nýju tímabelti. Hvíld á hóteli.

Gisting: Beijing Qianyuan Hotel 4* (herbergi Comfy)

Dagur 3, Peking


Morgunverður í veitingasölum hótels og eftir það verður borgin skoðuð nánar. Forboðna Borgin var heimili 24 keisara á tímum ætanna Ming (1368-1644) og King (1644-1911) stærsta og best varðveitta býli keisara í heimi með listigarða og vistarverur. Torg hins Himneska Friðar hefur mikla menningarlega þýðingu sem aðal staður kínverskrar sögu, stærsta borgartorg heims og varanlegt tákn um þjóðarstolt, umkringt mörgum glæsilegum byggingum, þar á meðal Himneska hliðinu (inngangur í Forboðnu borgina) og grafhýsi Maós Formanns. Gönguferð um Hutong í Dongsenghverfinu, völundarhús sögulegra húsasunda með hefðbundnum einbýlishúsum, sem eru nú að hverfa, leifar af gömlu Peking. Við heimsækjum fjölskyldu og kynnumst hefðbundnum lífsstíl og hvernig þessi einstöku íbúðarhús og menning eru vernduð. Hægt að fara upp í klukkuturninn í fuglaskoðun. Peking önd er réttur sem hefur verið útbúinn frá keisaratímanum, kjötið einkennist af þunnu, stökku hýði sneitt fyrir framan matargesti af kokkinum; leiðsögumaður okkar mun mæla með bestu stöðunum.

Gisting: Beijing Qianyuan Hotel 4* (herbergi Comfy)
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður.

Dagur 4, Peking


Hið mikla mannvirki Kínamúrinn er hvað glæsilegastur á svæðinu við Mutianyu og ferðumst við m.a. með kláfi til að spara tíma, við förum "gullnu leiðina", það tekur venjulega um 2 klst. að ljúka göngunni, síðan er farið með strætó til ökutækis okkar. Himnahofið var byggt árið 1420, samstæða Taóískra bygginga þar sem keisarar Ming-og King-ættarinnar heimsóttu árlegar athafnir til að biðja um góða uppskeru. Garðurinn í musteri Himinsins iðar af lífi, á morgnana hittist eldra fólk til að syngja og gera „Tai Chi“ æfingar, garðurinn nær yfir 273 hektara svæði í suðurhluta Mið-Peking.

Gisting: Beijing Qianyuan Hotel 4* (herbergi Comfy)
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður.

Dagur 5, Peking – Xian


Morgunverður hóteli og síðan farið í Sumarhöll keisaranna, mikil garðyrkja og landslag, 15 km frá miðbænum, bátsferð þar, einnig Garður dyggða og sátta. Hádegisverður úr kínverskum eðalréttum en landsmenn eru þekktir fyrir góðan mat. Rútuferð á brautarstöðina Peking Vestur og klukkan 14:05 hraðlest Nr. G57 Beijing – Xian, komið á áfangastað 18:30, farið á hótel og hvíld þar.

Gisting: Xian Eastern House Boutiqeu Hotel 4* (herbergi Elegant)
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður.

Dagur 6, Xian


Terrakotta stríðsmennirnir eru aðalástæðan fyrir því að gestir koma til Xian, segja má að þeir séu ákveðinn hápunktur – alveg ótrúleg fornleifauppgötvun. Iðnaðarmenn Qinshihuang keisara bjuggu til meira en 8.000 stríðsmenn á 11 árum á milli um 220 og 209 f.Kr. Þetta er næstum ótrúlegt, því jafnvel í nútímanum gæti stríðsverksmiðja aðeins framleitt um 500 stríðsmenn af þeirri stærð á ári. Hvernig gátu iðnaðarmenn fyrir 2.200 árum gert þá svona fljótt? Í Xian er kalt á veturna en heitt á sumrin. Hvernig gátu þeir komið í veg fyrir að svona margir leirstríðsmenn brotnuðu? Þessu ofl. komumst við á staðnum og fáum tækifæri á að búa til styttu stríðsmanns. Grafhýsi Qinshihuangs var 56 km² að flatarmáli en Terrakotta herinn er bara hluti mannvirkisins. Múslimahverfin eru í miðbæ Xian, í aðalgötunni eru minjagripaverslanir, kaffihús og barir sem eru að mestu leyti rekin af múslimum.

Gisting: Xian Eastern House Boutiqeu Hotel 4* (herbergi Elegant)
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður.

Dagur 7, Xian – Chengdu


Morgunverður hóteli og Xian borg skoðuð. Forn Borgarmúr, turnar og varnargarðar mynda eina elstu og fullkomnustu borgarvörn sem enn er til, byggt á 13.öld. Hægt er að leigja hjól til að komast í kringum alla 14 km hringrásina, með frábæru útsýni yfir borgina á hvorri hlið.
Stóra Villigæsapagóðan var byggð á 7. öld til að hýsa Búddista nema sem Tripitaka kom með frá ferð sinni til Indlands, í musterissamstæðunni eru nokkrir stórir salir með frábærum Búddistastyttum og veggmyndum. Hægt er að fá upplýsingar um kínverska stjörnuspeki, skrautskrift og málverk. Klukkan 15:25 lest Nr. G387 Xian – Chengdu, komið á áfangastað 19:00.

Gisting: Holiday Inn Express Chengdu West Gate 3* (herbergi Standard)
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður.

Dagur 8, Chengdu

Í dag skoðum við pöndubirni, þjóðardýr Kína. „Dujiangyan Panda Base“ er staðsett Í gróskumiklu, friðsælu umhverfi fjarri fjölmennum þéttbýlissvæðum, heimili yfir 20 risapanda. Stöðin sérhæfir sig í þremur kjarnaverkefnum: að bjarga og endurhæfa slasaðar eða veikar pöndur, veita öldruðum pöndum ævilanga umönnun og villt losun til að undirbúa pöndur að halda lífi í náttúrunni, hægt að skoðað Vísindasafnið til að fræðast um sögu verndaraðgerða risapöndu. Fararstjóri mun mæla með sérstökum veitingastöðum en þetta er besti staðurinn til að smakka ekta Sichuan matargerð, sérstaklega bragðið af Sichuan pipar í kjúkling og nautakjöti.

Gisting: Holiday Inn Express Chengdu West Gate 3* (herbergi Standard)
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.

Dagur 9, Chengdu – Chongqing, Yangtze fljót

Chengdu er talin ein afslappaðasta borgin í Kína, austræn speki og viska í hávegum höfð.
Fáið ykkur sæti og drekkið tebolla í almenningsgarðinum, leiðsögumaður okkar mun útskýra siðareglur þess að drekka te og heimsspekina þar á bakvið. Torgdans er hluti af lífsstíl heimamanna og dansformið nú á dögum er einstaklega kínverskt, finnið góða strauma og takið þátt í línudansi, vals eða kínversku salsa. Hægt er að sjá nokkrar líflegar senur sem gætu aðeins gerst í Kína: örvæntingarfullir foreldrar senda skilaboð á hjónabandsmarkaði í leit að maka fyrir ógift afkvæmi sín; heimamaður nýtur hefðbundins eyrnanudds með málmstöng í eyra þjóðdansar og söngur ómar; kaffi og tehús bjóða ykkur velkomin. 15:25 hraðlest Chengdu – Chongqing 17:10 og þvínæst komum við okkur fyrir í skemmtiferðarskipi og kvöldverður um borð, móttaka skipstjóra „Captain Cocktail“, vinsaml. ath. „snyrtilegur klæðnaður“.

Gisting skipi Century Glory (káetur með öllum þægindum)
Máltíðir: Morgunverður, hádegismatur, kvöldmatur; drykkir innifaldir

Dagur 10, Sigling á Yangtze fljóti

Skoðunarferð til Fengdu draugaborgar, þekkt fyrir spiritisma og drauga, samþætt Konfúsíanisma, Taóisma og Búddisma með fjölbreyttum kínverskum hefðum. Margt að gerast um borð í skipinu, fyrirlestrar og te síðdegis.

Skipulag um borð:
06:30-07:00 morgunkaffi, te og bakkelsi
06:30-07:00 Tai Chi æfingar
07:00-08:30 morgunverður (hlaðborð)
08:30-11:00 strandferð til Fengdu draugaborgar (innifalið)
12:00-13:30 hádegisverður (hlaðborð)
12:00-13:30 menningardagskrá
17:00-18:00 kvöldverður (hlaðborð)
18:00-21:30 valfrjáls sýning — Stríðseldur þriggja konungsríkja
20:00-21:30 barnagæsla og verkefni um borð
22:00-23:00 miðnætursnarl (snarl er í boði allan daginn; frjálst flæði húsvíns, staðar bjór, úrval gosdrykkja, innifalið í hádegis- og kvöldverði, ókeypis morgun te og kaffi á barnum)

Gisting skipi Century Glory (káetur með öllum þægindum)
Máltíðir: Morgunverður, hádegismatur, kvöldmatur

Dagur 11, Yangtze fljót

Skipulag um borð:
06:30-07:00 morgunkaffi, te og bakkelsi
06:30-07:00 Tai Chi æfingar
07:00-08:30 Morgunverður (hlaðborð)
08:00-10:30 Valkvæð ferð til borgar Hvíta keisarans
11:00 (uþb.) siglt framhjá Qutang gili
13:30 (uþb.) siglt framhjá Wu gili
12:00-13:30 Hádegisverður (hlaðborð)
14:00-16:30 Strandferð, Shennv lækur
19:00-20:30 Kvöldverðarhlaðborð
20:30-23:00 Gera upp reikninga
20:30-22:00 Sjóræningjakvöld Yangtse
Eftir morgunmat er hægt að fara í valfrjálsa skoðunarferð til borgar Hvíta Keisarans eða frístundir um borð. Skipið mun sigla í gegnum hið stórbrotna Gil og leiðsögumenn kynna einstakt landslag beggja vegna sólpallsins. Eftir hádegi, hafa skoðunarferð að Shennv læk, fallegt landslag, þar á meðal „hangandi kistur“ í klettunum.

Gisting skipi Century Glory (káetur með öllum þægindum)
Máltíðir: Morgunverður, hádegismatur, kvöldmatur

Dagur 12, Yangtze – Yichang – Shanghai

Tímasetningar í dag
06:30-08:30 Morgunverðarhlaðborð
08:00-11:00 Gengið frá borði á bryggjunni við Maoping.
Eftir morgunmat er skoðun á skipalyftu og hinni gríðarlegu Þriggjagljúfra stíflu sem er stærsta vatnsorkuver veraldar, valfrjálst.
14:57 lest Nr. D354 Dong – Shanghai, Honggiao lestarstöðin, komið til Shanhai 22: 21 og farið á hótel.

Gisting: Sunrise On The Bunt 4* (herbergi Standard)
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður

Dagur 13, Shanghai

Við skoðum þessa stórfenglegu borg, m.a. Shanghai turninn, næsthæstu byggingu heims, 632 m, 128 hæðir (123 hæðir yfir jörðu og 5 neðanjarðar), útsýnispallur í 561 m hæð, hröðustu lyftur heims, kostnaður: um 2,4 milljarðar USD = 300 milljarðar ISK, einn hápunktur ferðarinnar! Skoðum einnig Yuyuan garðinn, fyrrum franska hverfið Nanjing Road; listigarð frá 1559 með dæmigerðum Kínverskum klassískum arkitektúr og stíl, umhverfis er iðandi markaður með handverki, minjagripum og fornminjum. Við vesturbakka Huangpu árinnar eru vel varðveittar gamlar byggingar í evrópskum stíl, fjöldi kaffihúsa og næturlíf á kvöldin.
Varist fólk sem býðst til sýna hvar er hægt að kaupa vörur með afslætti.

Gisting: Bellagio by MGM Shanghai 5* (herbergi Deluxe)
Máltíðir: Morgunverður, Hádegisverður

Dagur 14, Shanghai - Keflavík

Ferðalok, eftir morgunverð er haldið heim á leið með minningar og góða minjagripi. Rútuferð út á flugvöll og haldið vestur á bóginn, í átt til Íslands.

Máltíðir: morgunverður
Gisting í flugi.

Ferðakort

  • VERÐ

    Tvíbýli: 788 000 kr.
    Einbýli: 888 000 kr.
  • INNIFALIÐ

    • Millilandaflug með flugvallarsköttum
    • Gisting í tvíbýli (einbýli gegn aukagjaldi) með morgunverði á hótelum (Bed&Brkfst)
    • Málsverðir tilgreindir í dagskrá (B: morgunverður, L: hádegisverður, D: kvöldverður)
    • Allar rútu- og skoðunarferðir eins og lýst er í dagskrá
    • Íslensk fararstjórn og enskumælandi staðarleiðsögumaður
    • Allir aðgöngumiðar að söfnum og stöðum sem tilgreindir eru í dagskrá
    • Bátsferð samkvæmt dagskrá.
  • EKKI INNIFALIÐ

    • Einkaneysla
    • Drykkir og málsverðir sem ekki er getið í leiðarlýsingu
    • Valfrjálsar ferðir
    • Þjórfé til leiðsögumanns og bílstjóra á hverju svæði
    • Hvaðeina sem ekki er nefnt að ofan, minibarir hótelum, símtöl, þvottaþjónusta o.þ.h.

Fyllið út til að bóka ferð

HAFA SAMBAND

Sími: 770 50 60

+7 916 125 12 90

bjarmaland.travel@gmail.com

(póstfang: Hrauntunga 111, IS-200 Kópavogur, Iceland)

Made on
Tilda